Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ætlaði að draga framboðið til baka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segist ekki hafa dottið í hug að hún yrði næsti forseti þegar Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, tilkynnti árið 1980 að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur.

Hún ræddi forsetatíð sína í viðtali við Sunnudagsmoggann sem kom út í gær en hún var forseti frá 1980 til 1996. Hún segir að sér hafi verið „ýtt út í ævintýrið“.

Þegar baráttukonan Laufey Vilhjálmsdóttir stakk upp á að Vigdís myndi bjóða sig fram í aðsendri grein í blaðinu Vísi fór boltinn að rúlla. Vigdís segist hafa skammast sín þegar samstarfsmaður hennar í Leikfélagi Reykjavíkur spurði hana hvort hún ætlaði að verða forseti.

Vigdís lýsir því að hún hafi verið mjög efins og ætlað að draga framboð sitt til baka um leið og hún hafði tilkynnt um það. „Mér var þá sagt að það væri of seint, það væri búið að
láta blöðin vita og þau myndu mæta klukkan hálfníu,“ segir Vigdís í viðtalinu.

Vigdís, sem verður 90 ára á miðvikudaginn, var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embættinu frá 1980 til 1996. Hún var fyrsti kvenkyns þjóðhöfðinginn sem var þjóðkjörinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -