Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ætlar ekki að drekka áfengi næstu 18 árin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Anne Hathaway ætlar ekki að drekka áfengi næstu 18 árin.

Bandaríska leikkonan Anne Hathaway er hætt að drekka áfengi og ætlar ekki að drekka næstu 18 árin. Hathaway ákvað að gefa alla drykkju upp á bátinn vegna sonar síns sem er tveggja ára. Þessu greindi hún frá í spjallþætti Ellen DeGeneres.

Ástæðan fyrir edrúmennskunni mun vera sú að hún vill ekki vera drukkin né með timburmenn í kringum son sinn.

„Ég hætti að drekka í október, í 18 ár. Ég ætla að hætta að drekka á meðan sonur minn býr heima,“ útskýrði hún og sagði að það hafi verið einn morgunn þar sem hún þurfti að koma syni sínum í leikskólann í þynnku sem hafi gert útslagið. „Það var nóg fyrir mig.“

Þess má geta að Hathaway er gift leikaranum og framleiðandanum Adam Shulman.

Hathaway hefur í viðtölum greint frá því að móðurhlutverkið eigi vel við hana og hún leggur mikla áherslu á að verja frítíma sínum með fjölskyldunni.

„Fjölskylda, fjölskylda, fjölskylda. Ég er sátt þegar hlutirnir eru einfaldir,“ sagði leikkonan í viðtali við Review Journal á dögunum þegar hún var spurð út í hvernig fullkominn sunnudagur er að hennar mati. „Við förum í almenningsgarðinn, syngjum, leikum okkur og höfum gaman. Ég nýt mín best með fjölskyldunni nálægt hafinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -