Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

„Af hverju bjóðum við ekki frekar einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis hörð ummæli féllu í vikunni. Hér eru nokkur þeirra.

 

„Þegar um opinberan rekstur er að ræða þá er ekki sama væntumþykja fyrir fjármagninu eða virðing. Það á ekki að vera svona dýrt að gefa fólki að borða.“
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hildur lét ummælin falla vegna mikillar umræðu undanfarið um kostnað sem hlýst af borgarstjórnarfundum.

„Af hverju bjóðum við ekki frekar einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalsistaflokksins.

„Við þurfum eitthvað að borða.“
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að meira megi spara í upptökukostnaði en matarkostnaði á borgarstjórnarfundum.

„Á Íslandi líðum við ekki heimilisofbeldi.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

„Ég hef, sem ráðherra fjölmiðla, sent stjórn RÚV bréf þar sem ég óska eftir skýringum; hvers vegna það er ekki og ríkir ekki fullt gagnsæi um listann.“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ítrekað krafið stjórn RÚV skýringa á því hvers vegna ekki eigi að birta nöfn þeirra sem sækja um starf útvarpsstjóra, en ekki fengið svör.

- Auglýsing -

„Borgin eyðir tugum milljóna í auglýsingar og umsýslukostnað til að láta íbúa kjósa um sjálfsögð viðhaldsverkefni sem borgin á að sinna. Nú er komið í ljós að verkefnið sem að mestu snýst um að setja upp grenndargáma og ruslafötur, fór 60 milljónum fram úr áætlun.“
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Tveimur mánuðum eftir að bók mín kom út, er helsti arkitekt nýfrjálshyggjunnar valinn af ritstjóranum til að skrifa gagnrýni um hana.“
Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, finnst einkennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson skuli skrifa í Morgunblaðið gagnrýni um bók hans, Í víglínu íslenskra fjármála.

„Afnemum RÚV, tökum Helga Seljan af dagskrá, setjum lögbann á Stundina, stöðvum styrki til fjölmiðla uns ekkert er eftir nema veðurfréttir, Mogginn og blað Sjálfstæðiskvenna. Því það er heilagur réttur ríkustu manna landsins að sjá sveltandi börn í Afríku aðeins á sparibaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar er þeir tæma vasana af klinki en ekki í sjónvarpsfréttum yfir kvöldmatnum eða í eigin martröðum.“
Sif Sigmarsdóttir rithöfundur.

- Auglýsing -

,,Er enginn virðing borin fyrir Alþingi lengur?“
Andri Geir Gunnarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Steve dagskrá, grínast með það að forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hafi mætt með Liverpool-trefil í þingsal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -