Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Áfall á Ísafirði vegna afsagnar Sifjar: Gaui – „Leyndarhyggja og laumuspil fárra manna verklagið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Segja má að Ísfirðingar séu í uppnámi eftir að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bænum, Sif Huld Albertsdóttir, sagði af sér vegna eineltis Margrétar Geirsdóttur í sinn garð.

Oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, Daníel Jakobsson, var spurður um málið og sagði hann að mál af þessu tagi væru erfið viðureignar: „Erfitt að fjalla um þau án þess að brjóta trúnað við aðila um persónuleg málefni,“ sagði Daníel í samtali við bb.is.

Enn fremur sagði Daníel að reynt hefði verið að halda pólitík frá þessu máli því það snúi að samskiptum bæjarfulltrúans í daglegum störfum hans; ekki að störfum hans sem bæjarfulltrúa.

„Það að bæjarfulltrúinn treysti ekki stjórnsýslunni og treysti sér ekki til að vinna áfram sem bæjarfulltrúi er áfall fyrir okkur sem höfum unnið með henni og mig persónulega,“ segir Daníel og bætir við:

„Hins vegar tel ég að það hafi verið tekið á málinu á faglegan hátt. Um leið og formleg kvörtun barst var málið sett í þann farveg að utanaðkomandi aðilar voru fengnir í málið.“

Ekki eru allir sáttir með viðbrögð bæjaryfirvalda varðandi þetta eineltismál sem leiddi til afsagnar Sifjar Huldar. Einn þeirra er körfuboltafrömuðurinn Gaui M. Þorsteinsson, stundum kallaður faðir körfuboltans á Ísafirði, og er þekktur fyrir sterkar skoðanir:

- Auglýsing -

„Það er áfellisdómur að fyrrum bæjarfulltrúi treysti ekki stjórnsýslunni en það er ekkert nýtt. Það eru margir sem ekki treysta meirihluta bæjarstjórnar og það er mest vegna þess að hlutir eru þagaðir í hel og aldrei útskýrðir. Þetta verður ekki lagað fyrr en að heiðarlegt fólk tekur við og stjórnar með upplýstri umræðu við almenning. Eins og staðan er núna er leyndarhyggja og laumuspil fárra manna verklagið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -