Lögreglan á Vestfjörðum hefur vísað frá kæru stjórnenda Samherja á hendur starfsmönnum Seðlabankans sem grunaðir voru um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn til Helga Seljan, fréttamanns RÚV. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun. RÚV greindi frá.
Kæran var í fyrstu lögð fram hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en vegna tengsla þáverandi lögreglustjóra við Samherja tók lögreglustjórinn á Vestfjörðum við málinu. Samherji var sýknaður í gjaldeyrismálinu vegna þess að reglugerð hafði ekki verið undirrituð og því ekki lagastoð fyrir rannsókn bankans.
Með þessu lýkur einu af fjölmörgum málum sem Samherji hefur verið að fást við en stjórnendur félagsins eru grunuðu um mútur og fleiri lögbrot í Namibíu, Færeyjum og víðar. Enn stendur yfir rannsókn á meintum lögbrotum Samherja í Namibíu þar sem félagið er grunað um mútur. Niðurstaða saksóknara er áfall fyrir Þorstein Má Baldvinsson.
Samherji hefur einnig kært uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson til lögreglu en hann fletti ofan af mútugreiðslum félagsins í Namibíu.