Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Áfallamiðstöð opnuð á Egilsstöðum eftir skotárás – Maðurinn liggur þungt haldinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rauði krossinn mun veita íbúum Egilsstaða sálrænan stuðning og skyndihjálp eftir skotárásina sem varð á Egilsstöðum í gær. Þar var maður skotinn af lögreglu og liggur viðkomandi þungt haldinn á sjúkrahúsi, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá.

Maðurinn er sagður hafa skotið að lögreglubíl í gærkvöldi vopnaður haglabyssu. Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem fram kemur að áfallamiðstöð verði opnuð síðdegis í Egilsstaðaskóla:

„Vegna atburðar á Egilsstöðum í gærkvöldi verður opin áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla milli klukkan 16 og 18 í dag þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning og skyndihjálp.Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hefur á kvíða hjá þeim og vanlíðan. Allir velkomnir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -