Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Áfengi og þunglyndi skutu honum af stjörnuhimninum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af þekktari kylfingum á bandarísku PGA mótaröðinni tilkynnti í gær að hann væri kominn í ótímabundið frí frá keppni á meðan hann leitar sér aðstoðar við áfengisfíkn og þunglyndi.

 

Chris Kirk var á hraðri leið upp stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum, sat í 16. sæti heimslistans og var valinn í lið Bandaríkjanna sem atti kappi við heimsúrvalið í forsetabikarnum. Síðan þá hefur leiðin legið hratt niður á við. Hann situr nú í 179. sæti FedEx listans yfir tekjuhæstu kylfinganna og hefur aðeins komist sex sinnum í gegnum niðurskurð á þeim 17 mótum sem hann hefur keppt í á tímabilinu.

Kirk, sem í dag fagnar 34 ára afmæli sínu, birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann gekkst við vandanum og sagðist ætla að leita sér aðstoðar fagfólks.

„Ég hef glímt við áfengisvandamál og þunglyndi í dágóðan tíma. Ég hélt að ég gæti haft stjórn á þessu en eftir fjölmörg bakslög hef ég áttað mig á því að ég get ekki gert þetta á eigin vegum. Ég mund taka mér ótímabundið leyfi frá PGA mótaröðinni á meðan ég fæst við þessi vandamál. Ég veit ekki hvenær ég mun snúa aftur en nú mun ég einbeita mér að því að vera sá maður sem fjölskylda mín verðskuldar,“ segir Kirk sem þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -