Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Áferð kjósenda íslenskra stjórnmálaflokka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnmálalandslagi á undanförnum áratug. Þjóðin hefur snúið baki við kerfi sem byggði á fjórflokki, sem raðaði sér frá vinstri til hægri á hinum klassíska pólitíska skala, og svo stundum einum í viðbót sem endurspeglaði oftar en ekki stemninguna í samfélaginu á þeim tíma.

 

Síðustu árin hefur fylgi fjórflokksins hrunið úr því að vera að jafnaði yfir 90 prósent í 62-65 prósent í síðustu tveimur kosningum sem fram hafa farið. Tími sterkra tveggja flokka ríkisstjórna virðist liðinn og í síðustu kosningum náðu átta flokkar á þing.

Kannanir sýna að hið nýja stjórnmálalandslag er að festa sig í sessi. Og afar líklegt verður að teljast að blokkamyndanir, þar sem flokkar með einhverja sameiginlega heildarlífssýn mynda bandalög í aðdraganda kosninga, líkt og hefur tíðkast á öðrum Norðurlöndum.

Eins og staðan er í dag mætti segja að þær blokkir sem teiknast hafa upp séu þannig að ríkisstjórnarflokkarnir ólíku: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, myndi eina slíka, frjálslyndu miðjuflokkarnir í stjórnarandstöðu (Samfylking, Viðreisn og Píratar) aðra og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins málefnalega þá þriðju, þótt flokkarnir tveir muni líklega aldrei geta unnið saman vegna persónulegs ágreinings sem á rætur sínar að rekja í Klausturmálinu svokallaða.

En hverjir eru það sem kjósa þessa flokka? Og eiga kjósendur innan hverrar blokkar eitthvað sérstakt sameiginlegt? Kjarninn hefur fengið aðgang að miklu magni gagna úr síðustu könnunum MMR sem sýna hver líklegasta áferð meðalkjósanda hvers flokks er.

Ítarlega umfjöllun er að finna á vef Kjarnans og í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -