Lögreglunni barst tilkynning um klukkan hálf níu í gærkvöldi um bílveltu á Bústaðarvegi. Enginn slasaðist en ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og var vistaður í fangaklefa.
Skömmu fyrir miðnætti var bifreið ekið aftan á annan bíl á Kringlumýrarbraut. Lögregla mætti á vettvang og handtók tjónvald en sá er grunaður um ölvunarakstur.
Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í gær vegna grunsemda um vörslu fíkniefna. Kom á daginn að mennirnir höfðu með sér fíkniefni sem voru handlögð.
Ölvaður maður átti í vandræðum seint í gærkvöld í Strætó. Lögreglan kom og aðstoðaði manninn og skutlaði honum á dvalarstað.
Fíkniefnalykt lagði frá íbúð í Garðabæ klukkan níu í gærkvöldi. Lögregla mætti á vettvang og afhenti húsráðandi lögreglu efnin.