„Á meðan við erum enn dæmd sek fyrir meinsæri stendur málið þannig að ríkið ber ekki ábyrgð á því gagnvart okkur hvernig þessi rannsókn var framkvæmd,“ segir Erla Bolladóttir við Morgunblaðið. Hún hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu sökum höfnunar endurupptökunefndar á beiðni um upptöku á dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Sjá einnig: Þögn Katrínar meiðir meira
Erla var dæmd fyrr meinsæri ásamt tveimur öðrum. Hinir sakborningarnir hafa fengið mál sín tekin upp og voru allir sýknaði af sakfellingu fyrir manndráp „Þangað til þetta hefur verið leiðrétt er þetta mál ekki búið, hvorki fyrir okkur, fjölskyldurnar okkar né íslensku þjóðina. Ég er ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Erla við Morgunblaðið. Hún er eini aðili málsins sem gert er að una við dóm sinn óbreyttan.
Sjá einnig: Erla Bolladóttir ósátt: „Af hverju forðast menn að ræða sjálfa rannsóknina“
Erla fundaði með Katrínu Jakobsdóttur í lok síðasta árs og hefur síðan beðið frekari viðbragða yfirvalda. Í samtali við Mannlíf síðastliðinn maí lýsti Erla yfir vonbrigðum með aðkomu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni VG, að málinu. „Ég er sár út í Katrínu. Ég fylltist von um að nú kæmi einhver niðurstaða sem mundi feykja skýjunum frá sólinni,“ sagði Erla.
Sjá einnig: Er ekki kominn tími til að draga rétt fólk fyrir dómsstóla?
Þá ræddi hún fund sinn og forsætisráðherra við Mannlíf. „Ég hitti Katrínu og reifaði þau mál sem þurfti og það var fínt að tala við hana. Hún sagði reyndar í upphafi fundar að hún vildi að við hittumst aftur í lok janúar því þá ætlaði hún að geta útskýrt fyrir mér stöðuna. Seinna á þessum fundi ítrekaði hún að við hittumst aftur í lok janúar. Þann sjöunda febrúar sendi ég henni tölvupóst og sagðist vera orðin langeyg eftir fundinum til þess að geta ákveðið næstu skref. Ekkert svar. Í fyrri hluta mars sendi ég aftur póst og sagði að enn hefði ég ekkert heyrt. Var vissulega orðin sár og að reyna að skilja hverju sætti að mér væri ekki svarað. Enn hef ég ekkert heyrt.
Ef þú biður einhvern fyrirgefningar en heldur svo áfram að sparka í viðkomandi, er það þá marktæk fyrirgefningarbeiðni? Þetta tvöfalda siðferði að biðjast fyrirgefningar en halda svo öllum á stað sem heldur áfram að meiða og særa viðkomandi. Að halda þessu svona vofandi yfir þeim sem hafa mátt þola allt sem á undan er gengið er framkoma sama eðlis og við höfum alla tíð mátt þola af hálfu þessa kerfis.“
Hún sagði málinu ekki ljúka fyrr en hún, Sævar og Kristján hafi öll verið sýknuð af röngum sakargiftum. „Enginn vilji virðist hins vegar hafa verið í réttarkerfinu á neinu stigi málsins til að takast á við þá ábyrgð sem á því hvílir í þessu hörmulega máli.“