- Auglýsing -
Áfram er spáð rigningu á landinum, mest vestan til og á sunnanverðu hálendinu. Mikð hefur rignt síðustu daga og getur úrkoman aukið líkur á grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum.
Víða á suðurlandi hafa ár flætt yfir bakka sína. Veðurstofa Íslands varar áfram við vatnavöxtum í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu síðustu daga og biður fólk um að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll og vöð.