Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Afstaða Kára umdeild

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákvörðun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hætta skimunum og slíta samstarfi við landlæknisembættið fær vægast sagt misjafnar undirtektir meðal almennings. Margir telja ákvörðun Kára réttmæta en sumir eru þeirrar skoðunar að sé forstjórinn sé ef til vill fullharður í afstöðu sinni.

„Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí.“ Þetta skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE, í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, sem birtist á Vísi í gær og vakti athygli enda hefur fyrirtækið gegnt stóru hlutverki í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19.

Í bréfinu tilkynnti Kári að þætti ís­lenskr­ar erfðagrein­ing­ar í skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni væri lokið eft­ir 13. júlí og að fyr­ir­tækið hyggðist hætta sam­skiptum við land­lækni vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Þá gagnrýndi Kári stjórnvöld, sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, fyrir að ætla að skipa sérstakan verkefnastjóra til að fara yfir málið þegar enginn á landinu sé betur til þess fallin að skima og túlka gögn Íslensk erfðagreining. „Þú ert hins veg­ar á þeirri skoðun að þú haf­ir verk­efna­stjóra sem gæti búið til á þessu betri skiln­ing og hjálpað til við að koma þjóðinni áfram til framtíðar­skipu­lags,“ skrif­ar hann. „Okk­ar skoðun er sú að öll fram­koma þín og heil­brigðismálaráðherra gagn­vart ÍE í þessu máli hafi mark­ast af virðing­ar­leysi fyr­ir okk­ur, fram­lagi okk­ar og því verk­efni sem við höf­um tekið að okk­ur í þess­um far­aldri.“

Skiptar skoðanir eru á þessari yfirlýsingu Kára, eins og sjá má á samfélagsmiðlum þar sem landsmenn eru óhræddir við að láta skoðanir sínar í ljós. Á meðan sumir segjast hafa fullan skilning af á afstöðu forstjórans í málinu finnst öðrum hann vera fullharður.

„Er ég einn um að vera risastórt spurningamerki vegna atburða dagsins í þessum skimunarmálum? Sko, skil ég það rétt að ekkert samningssamband var sett á gagnavrt ÍE um framkvæmd landamæraskimunar? Skil ég það rétt að þrátt fyrir áætlanir um tugúsunda króna kostnað við hverja sýnatöku (sem smám saman lækkaði og lækkaði) var ekki gert þar ráð fyrir greiðslu til ÍE,“ veltir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, fyrir sér á Facebook.

- Auglýsing -

Hjálmar Gíslason, stofnandi og forstjóri GRID tekur í svipaðan streng. „Kári er sérlundaður og örugglega erfiður og óútreiknanlegur í samstarfi, en að það sé ekki búið að gera samninga við annan eins lykilaðila og Íslenska erfðagreiningu í áætlun um smitvarnir og landamæraopnun á sama tíma og vonir heilu atvinnugreinanna hafa verið hengdar á og allnokkrum fjármunum þegar varið í markaðsstarf með tilliti til þess að þetta samstarf haldi áfram er hreint ótrúlegt.“

- Auglýsing -

„Skil Kára Stefánsson vel. Hann á í höggi við fólk sem skeytir hvorki um skömm né heiður eins og sést skýrt á framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart nýju stjórnarskránni,“ segir Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Sara Óskarsson pírati skrifar á Facebook: „Geri fastlega ráð fyrir að ákvarðanafælni, seinagangur og það að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera í ríkisstjórninni sé vandamálið hér.“

Söngvarinn Daníel Oliver hefur áhyggjur af því hvað taki við þegar þætti Íslenskrar erfðagreiningar lýkur. „Korter í að allt fari í steik.“

Ómar R. Valdimarssin lögfræðingur er á léttari nótum. „Fastir liðir eins og venjulega: Komin tími til að einhver knúsi Kára og segi honum að hann sé bestur.“

„Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi. Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni. Það verður fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun og spyrja nokkurra vel valinna spurning,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, athafnamaður og ritstjóri Viljans.

„Mér finnst að Svandís og Katrín eigi bara að láta smíða ferðahásæti, vel bólstrað með plussi og jafnvel einhversskonar veldissprota, handa Kára. Það dugar ekki minna til að bregðast við svona brothættri karlmennsku,“ skrifar Kristín I. Pálsdóttir á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -