Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Arna McClurie, lögfræðingur félagsins, höfðu í hótunum við bókaútgáfuna Forlagið vegna bókar Helga Seljan, Aðalsteins Kjartanssonar og Stefáns Drengssonar um Samherjamálið.
Stundin upplýsir í dag að Egill Örn Jóhannsson, forstjóri Forlagsins, fékk hótunarbréf frá þeim skötuhjúum á þorláksmessu með viðvörun að fyrir dyrum væri dýr lögsókn erlendis ef upplag bókarinnar, Ekkert að fela, yrði ekki innkallað af sölustöðum. Egill gaf ekkert eftir þrátt fyrir hótanir hinna illræmdu og bókin fékk að vera á markaðnum áfram. Ekkert varð úr hótun Þorsteins Más um lögsókn …