Blaðakonan Agnes Bragdóttir var sakfelld fyrir meiðyrði gegn Aldísi Schram; en dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 14 í dag. DV sagði fyrst frá
Svo fór að ummæli Agnesar um Aldísi á samfélagsmiðlinum Facebook, árið 2021, voru öll dæmd dauð og ómerk og Agnes jafnframt dæmd til að greiða Aldísi 600 þúsund krónur í miskabætur, og um 1,5 milljónir í málskostnað.
Ummæli Agnesar féllu í kjölfar máls sem höfðað var á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni, föður Aldísar, vegna meintrar kynferðislegrar áreitni við Carmen Jóhannsdóttur.
Agnes var á því að málið væri runnið undan rifjum Aldísar; sakaði Agnes hana auk þess um kynferðislega áreitni fyrir áratugum síðan.