Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Agnes og Pétur svara fjölmiðlum sem eru þeim þóknanlegir – Hér eru spurningarnar sem þau svara ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hefur undanfarið fjallað um mál þar sem séra Gunnari Björnssyni var neitað að sjá um útför konu í Hveragerðiskirkju. Var óskin komin frá konu fjölskyldunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um svar eða svör vegna málsins hefur Þjóðkirkjan ekki séð sér fært um að svara Mannlífi, en hefur samt sem áður tjáð sig um mál séra Gunnars. Má þar nefna nýlega grein í Stundinni

Í grein Stundarinnar kemur fram að biskupi Íslands finnist koma til greina að svipta séra Gunnar hempunni. Mannlíf sendi nýverið tölvupóst með spurningum er málið varðar; engin svör hafa borist enn þrátt fyrir ítrekanir.

Pétur Markan
Pétur Markan.

Hafa þau eitthvað að fela?

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er prestur í Hveragerðiskirkju.

Hér að neðan má lesa þær spurningar sem Mannlíf sendi nýverið á forráðamenn Þjóðkirkjunnar:

Ég undirritaður sendi ykkur þessar spurningar með tilvísun í upplýsingalög nr. 140/2012.

Með áðurnefndri tilvísun í upplýsingalög er þess krafist að Þjóðkirkjan svari eftirfarandi spurningum er varða mál séra Gunnars Björnssonar, sem neitað var um að jarðsyngja Sigríði Erlu Ragnarsdóttur í Hveragerðiskirkju 5. september sl.

- Auglýsing -

1. Hver ákvað að séra Gunnar Björnsson mætti ekki sjá um útför frá Hveragerðiskirkju þann 5. september sl?

2. Hvers vegna var ákveðið að meina séra Gunnari að sjá um útförina?

3. Eru önnur dæmi um að prestum sé meinað að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna séu þeir komnir á eftirlaun?

- Auglýsing -

4. Er algengt að prestum með hreina sakaskrá sé meinað að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna, burtśéð frá aldri þeirra?

5. Hvaða prestum öðrum en séra Gunnari Björnssyni hefur verið meinað að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna frá árinu 2012? Ef svo. Hverjar voru þær ástæður og um hvaða presta ræðir?

6. Er að mati stjórnenda Þjóðkirkjunnar, löglegt eða verjandi að meina presti á eftirlaunum sem er með hreint sakavottorð og hefur aldrei verið uppvís að glæp að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna?

7. Gilda siðareglur Þjóðkirkjunnar fyrir presta og alla aðra er koma að starfi Þjóðkirkjunnar, þ.m.t biskup, biskupsritara, aðra starfsmenn Biskupsstofu og stjórn Þjóðkirkjunnar? Hefur þetta mál komið til Siðanefndar kirkjunnar eða sannleiksgildi staðhæfinga biskups og prests verið til skoðunnar á vettvangi Þjóðkirkjunnar?

8. Í gögnum er Mannlíf hefur undir höndum koma fram misvísandi svör til syrgjenda. Biskup segir séra Ninnu Sif Svavarsdóttur ábyrga fyrir ákvörðuninni um að neita séra Gunnari Björnssyni að sjá um útförina margnefndu, en séra Ninna Sif varpar ábyrgðinni á biskup. Miðað við gögn Mannlífs er ljóst að önnur hvor, Agnes biskup eða séra Ninna Sif eru að segja ósatt. Hvert er hið rétta í málinu?

9. Vinsamlegað afhendið okkur minnisblöð eða önnur gögn varðandi mál þetta.

10. Hverjum hjá Þjóðkirkjunni er falið það starf að sinna upplýsingaskyldu við fjölmiðla sem og allan almenning í landinu? Hvers vegna hefur biskupsritari ekki svarað fyrirspurn Mannlífs frá 8. september?

Mannlíf áskilur sér rétt til þess að birta spurningarnar að hluta eða öllu leyti ásamt svörum.

Svanur Már Snorrason blaðamaður Mannlífs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -