Hér má fylgjast með plánetunni í beinu streymi í kvöld:
Önnur stærsta pláneta sólkerfisins, Satúrnus, er einmitt núna í beinni línu frá sólinni og að jörðinni.
Það þýðir þýðir að þessi stóra pláneta er tiltölulega nálægt okkur þó svo að fjarlægðin sé samt meira en milljarður kílómetra. Eins og staðan er í dag, lýsir sólin upp þá hlið sem að okkur snýr. Þegar þessar tvær breytur eru til staðar, gefst mjög gott tækifæri til að skoða plánetuna Satúrnus.
Hvernig mynduðust hringirnir?
Rannsóknir geimfarsins Cassini sem gerðar voru árunum 2004 – 2017 leiddu í ljós að hinir einkennandi hringir Satúrnusar gætu hafa myndast ekki fyrir svo löngu síðan, eða fyrir um 100 milljón árum.
Eitt af tunglum Satúrnusar gæti hafa orðið fyrir loftsteini eða halastjörnu og áreksturinn valdið því að hvort tveggja hafi tæst í sundur.
Brotin hafa þá dreifst út í breitt belti kringum plánetuna. Síðan hafa nýir árekstrar sundrað brotunum enn meira.
Leifar efnisins hafa síðan smám saman myndað þessa þunnu hringi smásteina og ísbrota sem nú mynda hringina.