Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ágúst H. Guðmundsson er látinn: „Gústi var mikill öðlingur og verður sárt saknað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Herbert Guðmundsson fyrrum körfuboltaþjálfari er fallinn frá. Hann var fæddur 26. ágúst 1967 á Patreksfirði. Ágúst lést á nýársdag, aðeins 53 ára gamall. Ágúst greindist sumarið 2017 með hreyfitaugahrörnun, MND, og háði harða baráttu við þann illvíga sjúkdóm.  Eiginkona Ágústs er Guðrún Gísladóttir og eiga þau þrjú börn, Ásgerði Jönu, Júlíus Orra og Berglindi Evu.

Greint er frá andláti Ágústar á heimasíðu Þórs á Akureyri. Ágúst flutti til Akureyrar árið1982, þá að 15 ára gamall. Æfði hann þar körfubolta stíft og tók þátt í ýmsu sjálfboðaliðastarfi. Þá varð hann árið 1992 aðalþjálfari hjá körfuknattleiksdeild Þórs. Ágúst var sigursæll þjálfari og árið 1998 tók hann að sér að þjálfa meistaraflokk Þórs og tímabilið 2000-2001. Þar náði Þór besta árangri sínum í efstu deild undir hans stjórn. Á heimasíðu Þórs segir:

„Ágúst naut mikillar virðingar í körfuboltasamfélaginu á landsvísu. Þegar Ágúst greindist með MND hafði hann skömmu áður verið kjörinn formaður körfuboltastjórnar en varð þá að draga sig í hlé. En þótt hann hafi orðið að hætta lét hann velferð körfuboltans sig áfram varða og var stjórninni innan handar allt þar til yfir lauk.“

Þá segir einnig: „Ágústi hafði verið veittar ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu körfuboltans t.d. gull- og silfurmerki Íþróttafélagsins Þórs, sem og gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands. Þá var Ágústi veitt heiðursviðurkenning Frístundaráðs Akureyrar árið 2017 fyrir störf sín í þágu körfuboltans.“

Ágúst var traustur, ljúfmenni en um leið mikill leiðtogi. Fjölmargir minnast Ágústs með hlýjum orðum. Skapti Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóti íþróttadeildar hjá Morgunblaðinu segir:

„Hræðilega sorgleg frétt að norðan.“

Einn af þeim sem þar tjáir sig er Falur Harðarson, gömul körfuknattleikskempa úr Keflavík. Hann segir:

„Gústi var mikill öðlingur og verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -