Ágústa Kristín Jónsdóttir er niðurbrotin eftir fráfall góðrar vinkonu hennar, Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings. Þær kynntust í Krossinum og segir Ágúst að vinkona sín hafi ítrekað bjargað lífi sínu.
Jónína var aðeins 63 ára að aldri er hún lést. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar. Barnabörnin eru fjögur, Stefán Kári, Kristín Embla, Ásdís Þóra og Matthías Þór.
Ágústa minnist Jónínu í hjartnæmri færslu á Facebook. „Elsku hjartans vinkona mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Allar minningarnar sem við eigum og mig hlakkaði svo til þegar þú kæmir hingað til Svíþjóðar til mín og sýna mér ræktina þína hér og allt sem þú þekkir svo vel hér enda bjóstu hér svo lengi. Ég held fast um minningar okkar og varðveiti þær vel,“ segir Ágústa og heldur áfram:
„Ég er svo þakklát fyrir vinskap okkar í gegnum árin. Án þín,kærleika þinn, elsku og góðmennsku væri ég ekki hér í dag. Í allavega tvígang bjargaðir þú mínu lífi. Ég gæti skrifað svo margar góðar minningar sem við eigum saman en vel að halda þeim nálægt hjarta mínu. Sendi fjölskyldu og vinum mínum dýpstu samúðarkveðjur.“
Elsku hjartans vinkona mín ❤
Mikið á ég eftir að sakna þín.Allar minningarnar sem við eigum og mig hlakkaði svo til…
Posted by Ágústa Kristín Jónsdóttir on Thursday, December 17, 2020