Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Áhöfn Þórs fjarlægði hvalshræ – Óttuðust að ólyktin myndi hafa áhrif á æðavarp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi í morgun. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, m.a. myndir sem teknar voru úr TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar.

Í færslunni segir að hvalrekinn varð við bæinn Syðra Lón í Langanesbyggð um páskana og óttast var að ólyktin sem stafaði af hræinu gæti haft áhrif á æðavarp í grenndinni.

Þegar 400 metrar voru í land fór áhöfn varðskipsins Þórs fór frá skipinu á léttbátum með dráttartaugar hræinu.

„Vel gekk að koma hvalnum á flot enda aðstæður góðar og vinnubrögðin fumlaus. Stefnt er að því að fara með hvalinn ANA af Langanesi en það ræðst af straumum og vindum á svæðinu,“ segir í færslunni. Um 13 metra langan hnúfubak var að ræða.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -