Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni gefur Grindvíkingum starfsmannasjóð sinn: „Skorum á aðrar áhafnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni tilkynnti í gær á Facebook að hún hafi ákveðið að gefa starfsmannasjóð sinn til Rauða kross Íslands til styrktar Grindvíkingum.

Starfsmannasjóður er alls 600.000 krónur en áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni frá Vestmannaeyjum hefur ákveðið að gefa Rauða krossinum peninginn svo styrkja megi Grindvíkinga í raunum þeirra. Þá skorar áhöfnin á áhöfna á Dala-Rafni til að gera slíkt hið sama og hvetja þá svo til að skora á aðrar áhafnir.

Færsluna má lesa í heild hér:

„Gott kvöld ágætu fylgjendur.
Eins og landsmenn vita, þá hefur mikið gengið á, í og við Grindavík, vegna eldsumbrota þar í kring. Rauði kross Íslands hefur sett af stað söfnun fyrir fólkið sem þar býr, við algjöra óvissu. Það er engan vegin hægt að setja sig í spor þeirra er hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Grindavík.
Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni hefur því ákveðið að leggja til það fé sem er í starfsmannasjòði áhafnarinnar í söfnun Rauða Krossins. Þetta eru 600.000 krónur sem við afhendum með glöðu geði og skorum á aðrar áhafnir þessa lands að leggja eitthvað til í þessa söfnun.
Upphæðin skiptir ekki öllu máli, frekar að taka þátt og leggja eitthvað til í málefnið.
Við vitum að félagar okkar hjá Ísfélaginu, strákarnir á Dala Rafn, hafa styrkt gott málefni og því skorum við á þá að leggja eitthvað til í þessa söfnun.
Við skorum svo á strákana á Dala Rafn að skora á aðra áhöfn og svo koll af kolli.
Bestu kveðjur frá Áhöfninni á King Ottó.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -