Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítala, flytur hér snarpan hálftíma langan fyrirlestur um COVID-19 og börn. Fyrirlesturinn er nokkuð fræðilegur, en þó afskaplega forvitnilegur fyrir lærða sem leika og á því fullt erindi út fyrir veggi Landspítala.
Fyrirlesturinn var birtur á Facebook-síðu LSH í dag, en í honum kemur fram að börn eru almennt í minnihluta smitaðra, almennt minna veik ef þau smitast, að ekki séu vísbendingar um að börn í áhættuhópum hafi fengið alvarleg einkenni, nýburar séu ekki í hættu og að börn virðist ekki mikilvæg í dreifingu smits í samfélaginu.
Í fyrirlestrinum veltir Valtýr meðal annars fyrir sér eðli kórónuveira, meinalífeðlisfræði, faraldsfræði, skimun, smitkeðjunni, einkennum, batahorfum, gögnum frá Kína og Íslandi, rannsóknum, meðferð, áhættuþáttum og hlutverki barna í dreifingu smits.