Íslensku sjónvarpsstöðvarnar hyggjast að mestu leyti halda sínu striki við framleiðslu íslensks dagskrárefnis næstu mánuði, en einhverju seinkar. Forsvarsmenn tveggja þeirra segja að engar áætlanir séu um að þáttagerð verði aflýst vegna COVID-19 faraldursins, þó að vissulega setji hann það strik í áætlunina að einhverri vinnslu verði seinkað um einhverjar vikur. Sú þriðja, RÚV, segir of snemmt að segja til um hvort framleiðsla verði felld niður hjá þeim, en nú þegar hefur Eurovision-keppninni og Ólympíuleikunum verið aflýst og frestað, sem til stóð að sýna beint frá.
„Við úthýsum allri framleiðslu og gefum okkur töluvert mikinn tíma í verkefnin, þannig að við erum bara í góðum málum. Miðað við að kvikmyndabransinn taki flugið á nýjan leik í sumarbyrjun, þá hefur staðan sáralítil áhrif á okkur,“ segir Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
Engri dagskrárgerð hefur verið frestað eða aflýst þar. „Við áttum líka sjónvarpsefni á lager. Við höfum einnig verið að flýta og færa til sýningar til að þjónusta fólk sem best á meðan sem erfiðast er á þessum tíma sem nú er. Einnig höfum við boðið upp á Helga Björns og félaga í samkomubanninu, og við erum ekki hætt að bjóða upp á slíka dagskrá í samkomubanninu.“
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmda stjóri Miðla Sýnar, tekur í svipaðan streng. „Það er allt á plani hjá okkur, þó að því gæti seinkað um einhverjar vikur til eða frá, við munum vinna okkur bara í kringum það. Það verður engri þáttagerð aflýst hjá okkur,“ segir hann. Á meðal þáttaraða sem eru í vinnslu hjá Sýn má nefna fjórar þáttaraðir framleiddar af Glassriver, sem er í eigu Baldvins Z leikstjóra og fleiri aðila. Um er að ræða glæpaseríuna Svörtu sand ar, Vegferðina og gamanþættina Eurogarðinn og Magaluf.
Áhrifa frestana og aflýstra við burða gætir nú þegar hjá RÚV
„Það er of snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á framleiðslu RÚV eða þá framleiðslu sem RÚV tekur þátt í. Þó er ljóst að þau verða óhjákvæmilega umtalsverð þegar upp verður staðið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. „Bæði neyðumst við til að fresta fram leiðslu á verkefnum og þar með sýningu á þeim og einnig gæti komið til þess að hverfa verði alfarið frá því að fram leiða önnur verkefni, í það minnsta að svo stöddu.“
Eins og alþjóð veit þá hefur fjölda við burða verið frestað eða aflýst, og því verða engar útsendingar frá slíkum viðburðum, eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, eins og Skarphéðinn kemur inn á.
„Þá eru útsendingar frá viðburðum sem búið er að fresta eða slá af alveg kapítuli út af fyrir sig. Stærsta dæmið um það eru auðvitað Eurovisionkeppnin sem hefur verið aflýst,“ segir Skarphéðinn.
„Við gerum þó ráð fyrir að bjóða upp á einhverja Eurovisiontengda dagskrá um það leyti sem keppnin hefði átt að fara fram. Sú dag skrárgerð er í mótun, bæði hjá okkur á RÚV og einnig hjá forsvarsmönnum keppninnar sem gefið hafa út að í boði verður einhvers konar dagskrá daginn sem úrslitin áttu að fara fram 16. maí. Þá hefur fjölda íþróttaviðburða sem til stóð að sýna beint frá verið frestað um óákveðinn tíma og ber þar helst að nefna Ólympíuleikana sem áttu að vera burðarefni í dagskrá RÚV í ágúst.“
Félagsmenn svartsýnir um sína stöðu
Félag kvikmyndagerðarmanna á Íslandi stóð fyrir könnun meðal félags manna sinna í lok mars og benda niðurstöður hennar til að kórónu veirufaraldurinn hafi nú þegar haft gríðarleg áhrif á kvik myndaiðnaðinn og afkomu kvik mynda gerð arfólks hér á landi. Nær allir sem svöruðu höfðu lent í því að verk efnum væri frestað eða hætt við þau. Átti það við um bæði innlend og erlend verkefni, svo sem leiknar myndir, heim ilda myndir, seríur, auglýsing ar og alls kyns sjónvarpsefni. Félags menn vinna á ýmsum sviðum inn an kvik mynda gerðar, flest sjálfstætt starfandi, lausráðið fólk og eigendur smærri fyrirtækja eða einyrkjar.
Sjá einnig: Áhrif COVID-19 á íslenskan kvikmyndaiðnað gríðarleg samkvæmt könnun Félags kvikmyndagerðarmanna