Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Áhrif COVID-19 á íslenskan kvikmyndaiðnað gríðarleg samkvæmt könnun Félags kvikmyndagerðarmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í niðurstöðum könnunar sem Félag kvikmyndagerðarmanna á Íslandi stóð fyrir meðal félagsmanna sinna dagana 25. til 27. mars kemur fram að áhrif COVID-19 faraldursins á kvikmyndaiðnaðinn og afkomu kvikmyndagerðarfólks eru þegar orðin gríðarleg. Af þeim 130 manns sem þátt tóku í könnuninni hafa nánast allir lent í því að verkefnum hefur verið frestað eða hætt við þau og 60 prósent svarenda telja sig ekki geta haldið starfi sínu áfram í meira en mánuð vegna tekjumissis.

Þau verkefni sem frestað hefur verið eða hætt við vegna faraldursins eru af ýmsum toga, bæði innlend og erlend, svo sem leiknar myndir, heimildamyndir, seríur, auglýsingar og alls kyns sjónvarpsefni.

Í tilkynningu FK um niðurstöður könnunarinnar kemur fram að um er að ræða fólk sem starfar á ýmsum sviðum innan kvikmyndagerðar, flest sjálfstætt starfandi, lausráðið fólk og eigendur smærri fyrirtækja eða einyrkjar. 47 prósent svarenda telja jafnframt að samningar og þar með tekjur muni lækka í kjölfar faraldursins. 53 prósent telja sig munu finna fyrir tekjutapi nú þegar eða innan viku, 34 prósent á innan við mánuði og 65 prósent telja sig þurfa aðstoð strax eða innan mánaðar.

Á vefsíðunni klapptre.is er farið ítarlega í saumana á niðurstöðum könnunarinnar og þar er meðal annars hægt að lesa svör einstakra félagsmanna við spurningunum sem lagðar voru fram í könnuninni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -