Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Áhrif loftslagsbreytinga á barneignir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez vill meina að loftslagsmál hafi áhrif á barneignir ungs fólks.

Ummæli sem bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez lét falla í síðustu viku, þar sem hún ýjaði að því að ungt fólk, fólk af svokallaðri millennial-kynslóð, hikaði við að eignast börn vegna loftslagsbreytinga, vöktu athygli. Alexandria vill meina að loftslagsmál og möguleg áhrif loftslagsbreytinga á líf komandi kynslóða valdi ungu fólki áhyggjum.

„Og jafnvel þó þig langi ekki að eignast börn þá verða áfram börn í þessum heimi, og okkur ber skylda að skilja eftir betri jörð handa þeim,“ sagði hún meðal annars í myndbandi sem hún streymdi beint á Instagram. Hún hélt áfram og sagði margt fólk nú velta fyrir sér hvort óhætt sé að eignast börn.

Ummælin fóru fyrir brjóstið á mörgum og vildu sumir meina að hún væri einhvers konar talsmaður þess að banna barneignir.

En getur verið að þingkonan hafi rétt fyrir sér? Blaðamenn Business Insider skoðuðu málið og settu könnun á laggirnar á vef sínum.

Niðurstöður könnunarinnar leiddu meðal annars í ljós að um 30% þátttakenda eru þeirrar skoðunar að pör ættu að íhuga áhrif loftslagsbreytinga á framtíðina áður en það ákveður að eignast börn.

Um 18% voru algjörlega ósammála því að pör ættu að taka loftslagsbreytingar inn í myndina þegar barneignir eru íhugaðar.

- Auglýsing -

Þá kemur fram að yngra fólk var líklegra til að vera sammála því að mikilvægt væri að taka loftslagsbreytingar til greina þegar fólk íhugar barneignir heldur en eldra fólk.

Þess má geta að 1.858 einstaklingar á aldrinum 20 til 45 ára tóku þátt í könnuninni.

Niðurstöðurnar má sjá í heild sinni á vef Business Insider.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Nýr grænn sáttmáli – minni ójöfnuður og endurnýjanleg orka

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -