Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Áhrifavaldar sækja Ísland heim: „Aldrei séð eins ábyrgðarlausa og heimskulega hegðun”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Áhrifavaldar sem sýna slæma hegðun laða ótillitssama ferðamenn til Íslands,” segir Páll Jökull Pétursson, ljósmyndari og leiðsögumaður, í viðtali við BBC. Lögbrot ferðamanna virðist vera vaxandi vandamál.

Ísland er vinsæll áfangastaður meðal áhrifavalda á Instagram. „Þeir sýna glæfralega hegðun og brjóta reglurnar. Þá verður þessi ímynd til um að á Íslandi sé allt leyfilegt,” segir Páll og bætir við að margir sýni þó gott fordæmi. „Aðrir sýna ólíka staði og leiðir til að njóta náttúrunnar. Við gefum ekki upp staði sem við viljum vernda.”

„Sumir staðir hafa orðið frægir á Instagram án þess að vitnað sé í staðsetningu. Á endanum vita allir hvar hann er”. Dæmi um slíkan stað er Fjaðrárgljúfur á Suðurlandi. Í tónlistarmyndbandi Justin Bieber sést hann taka sundsprett í gljúfrinu. Eftir útgáfu myndbandsins uxu vinsældir staðsins. Þá hefur gljúfrinu ítrekað verið lokað vegna jarðvegsskemmda umhverfis svæðið. Lokun stóð yfir í vor frá 27. febrúar til 1. júní.

https://www.mannlif.is/4304

Sektaður fyrir utanvegaakstur

Áhrifavaldurinn Alexander „Sasha“ Tikhomirov er flestum íslendingum kunnugur. Hann var ökumaður bifreiðar sem ekið var utanvegar í Bjarnarflagi við Mývatn og birti af sér mynd við bílinn þar sem hann var fastur. Þá fékk hann háa sekt þar sem ólöglegt er að keyra utanvegar á Íslandi án þess að sérstakt leyfi Umhverfisstofnunnar liggi fyrir.

- Auglýsing -

Rússinn sætti mikillar gagnrýni og var ekki parsáttur með framkomu íslenskra yfirvalda. „Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ segir við Instagram-mynd Tikhomirov.

Snýst allt um að ná fulkominni mynd

- Auglýsing -

Dæmi eru um að áhrifavaldar keyri utanvegar og jafnvel undir áhrifum, sitji á jöklum og fljúgi drónum yfir hesta. Samkvæmt lögum um drónanotkun á Íslandi er óheimilt að fljúga þeim nálægt og yfir byggð, lífverur og flugvelli. Þá er einnig ólöglegt að keyra utanvegar án leyfis frá Umhverfisstofnun þar sem aksturinn getur valdið miklum skemmdum.

„Það er eins og allt snúist um Instagram og að ná fullkominni mynd,” segir Michalina Okreglicka í viðtali við BBC. Okreglicka er búsett á Ísland og starfar sem brúðkaupsljósmyndari. „Ég hef aldrei séð eins ábyrgðalausa og heimskulega hegðun eins og á Íslandi.” Hún segir áhrifavalda ekki gera sér grein fyrir þessum reglum. „Ég hef verið að benda áhrifavöldum að svona hegðun viðgangist ekki og þeir eigi að hætta þessu.”

Eyðilegging á mosa er einnig vaxandi vandamál. Íslenskur mosi er mjög viðkvæmur og getur eyðilagst ef traðkað er á honum. Mosinn kemur í veg fyrir jarðvegseyðingu og varðveitir vatn og raka. Þá er fjöldi örvera sem þrífst í mosa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -