Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Áhugaleysið á árásunum er sláandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Gestgjafans, sem var stödd í Sri Lanka, furðar sig á áhugaleysi umheimsins á mannskæðum hryðjuverkaárásum.

Mæðgurnar Viktoría og Hanna í upphafi ferðar.

„Mér finnst þetta bara sorglegt, en ef ég á að segja eins og er þá held ég að hluti vandans sé hvað við á Vesturlöndum getum verið sjálfmiðuð,“ segir Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans, um fréttir þess efnis að bruni Notre Dame veki sjöfaldan áhuga Netverja á Vesturlöndum á við hryðjuverkin í Sri Lanka, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Google.

Hanna var ásamt dóttur sinni Viktoríu Kjartansdóttur stödd í Negombo í Sri Lanka daginn áður en þar var framin skelfileg hryðjuverkaárás í kirkjunni með þeim afleiðingum að 67 manns lét­ust.

Var árásin hluti af röð skipulagðra sprengjuárása sem gerðar voru í Sri Lanka, en talið er að minnst 370 manns hafi látið lífið í þeim og fleiri hundruð særst.
Virðast árásirnar hafa beinst gegn kristn­u fólki og ferðamönn­um, þar sem hótel og kirkjur í landinu voru helstu skotmörkin, en árásirnar eru þær mannskæðustu sem hafa verið gerðar í Suður og Suðaustur-Asíu.

Hanna segir að í ljósi fyrrgreindra upplýsinga frá Google sé áhugaleysi Vesturlandabúa á árásunum í Sri Lanka í raun og veru sláandi. Vissulega hafi mikil menningarverðmæti farist í bruna Notre Dame í París, kirkju sem hún kveðst sjálf halda mikið upp á, en kirkjuna sé alltaf hægt að endurreisa. Mannslífin sem týndust í Sri Lanka komi hins vegar aldrei aftur.

Spurð hvernig þeim mæðgum líði eftir árásirnar segir Hanna að þær séu enn að meðtaka þetta allt saman. „Það er margt sem er búið að fara í gegnum huga minn. Ég sé fyrir mér andlitin á börnum og fólki sem við hittum og mér finnst skrítið að hafa verið svona nálægt þessu,“ segir Hanna, sem þakkar Viktoríu dóttur sinni fyrir að þær skyldu hafa ferðast frá Sri Lanka til Maldavíeyja daginn áður en árásirnar voru gerðar, því sjálf hafi hún viljað fresta förinni um einn dag.

„Það er margt sem er búið að fara í gegnum huga minn. Ég sé fyrir mér andlitin á börnum og fólki sem við hittum og mér finnst skrítið að hafa verið svona nálægt þessu.“

Þær mæðgur eru nú staddar á Maldavíeyjum og segist Hanna ætla að ráðfæra sig við ferðaskrifstofuna þeirra meðan á dvölinni stendur og fylgjast vandlega með framvindu mála.

- Auglýsing -

Sjá einnig:Notre Dame bruninn vekur sjöfaldan áhuga vesturlandabúa á við hryðjuverkin í Sri Lanka

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -