Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Áhugaverðar bækur fyrir jól

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óvenjulega margar nýjar bækur komu út núna fyrir jólin. Lesendum býðst að ferðast aftur í tímann og til annarra landa, kynnast spennandi söguheimum, sérstæðum persónum og ýmsu áhugaverðu bregður einnig fyrir.

 Svik, ábyrgð og tryggð

Heiður eftir Sólveigu Jónsdóttur er ekki sakamálasaga í hefðbundnum skilningi en samt er hún svo spennandi að hún heldur lesandanum límdum við síðurnar allt til enda. Pabbi Heiðar McCarron hverfur af landi brott með bróður hennar. Eftir sitja þær mæðgur með sorgina og reiðina sem tætir þær báðar.

Tuttugu og átta árum síðar liggja leiðir systkinanna saman á ný í borginni Derry. Heiður leitast við að skilja þann málstað sem pabbi hennar fórnaði lífinu fyrir og gefst ekki upp fyrr en hún fær svar við því hvers vegna pabbi hennar fór. Þetta er margslungin saga um hvernig þjóðfélag sundurtætt af hatri skilar brotnum einstaklingum út í lífið. Sólveig er góður rithöfundur og þetta er virkilega fín bók. Mál og menning, 2018.

Verðlaunabók

Ljóðabókin Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson hlaut ljóðaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og bókin er vel að þeim komin. Þetta eru margslungnar og fjölbreyttar vistarverur sem gaman er að ganga á milli og finna stöðugt einhver ný blæbrigði og myndir. Haukur er afskaplega flinkur að fara með orð og móta falleg ljóð. Útg. Mál og menning.

Þögnin rofin

- Auglýsing -

Erfðaskráin er fimmta bók Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn forvitna Ölmu Jónsdóttur. Hún getur aldrei stillt sig um að reka nefið í annarra manna málefni og grafa ögn dýpra. Að þessu sinni kemur hún dóttur sinni til aðstoðar á bóndabæ fyrir austan fjall. Þar er Gunnhildur að hugsa um þrjú gömul systkini. Eitt þeirra deyr og Gunnhildur hefur á tilfinningunni að ekki sé allt með felldu.

Líkt og í fyrri bókunum um Ölmu liggja margir þræðir frá fortíðinni til nútímans og lausnina er finna í fjölskyldusögunni. Þetta er lifandi frásögn sem heldur lesandanum spenntum til enda. Eitt af því sem er skemmtilegt við bækur Guðrúnar er hversu litríkt og skemmtilegt mál er á þeim. Útg. GPA

Bráðskemmtilegar minningar

- Auglýsing -

Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson byggir á minningum hans um þrjá óvenjulega listamenn sem hann var samtíða á síðustu öld. Þeir Alfreð Flóki, Dagur Sigurðarson og Steinar Sigurjónsson settu svip á bæjarlífið og listiðkun hér á landi meðan þeir voru við iðju sína. Í dag er litið til baka og áhrif þeirra metin og auðséð að þau voru sterk. Ólafur skrifar listavel og dregur upp einstaklega fallega mynd af þessum breysku vinum sínum.

Hann hlífir heldur ekki sjálfum sér og kemur vel til skila hvernig viðkvæmt egó listamanna átti til að bólgna og dragast saman á víxl. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg bók og þeir sem muna eftir þessum mönnum á Mokka og víðar um bæinn munu án efa njóta þess að fá dýpri innsýn í sálarlíf þeirra. Útg. JPV

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -