Bloggarinn Katie Bower er hrædd um að sex ára sonur hennar muni einn daginn sjá að myndir af honum fái minni viðbrögð heldur en myndir af systkinum hans.
Lífsstílsbloggarinn og fimm barna móðirin Katie Bower er með um 53 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún birtir reglulega myndir af fjölskyldunni á samfélagsmiðlum en hefur áhyggjur af því að myndir af miðjubarni hennar fær færri „like“ heldur en myndir af hinum börnunum hennar.
Nýlega varð sonur hennar, miðjubarnið, sex ára og hún birti mynd af afmælisbarninu á Instagram í tilefni dagsins. Myndin fékk um 2,300 „like“.
Í kjölfarið lýsti hún svo yfir áhyggjum sínum yfir því að myndir af þessu tiltekna barni fær færri „like“ og „comment“ heldur en myndir af öðrum börnum hennar. Hún sagðist hafa áhyggjur af því að sonur hennar myndi einn daginn skoða „tölurnar“. „Tölfræðilega séð þá hefur hann ekki verið vinsæll,“ skrifaði hún meðal annars. Hún vildi meina að algóriþma sé um að kenna, að hann týnist vegna þess að hann er miðjubarn. Hún bætti við að hún hafi þurft að „glíma við þetta“ í nokkur ár. Þessi var sagt frá á vef Mashable.
Færslan vakti hörð viðbrögð og Bower tók færsluna úr birtingu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Katie Bower vekur athygli vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlum en fyrr á árinu tjáði hún sig um að hún hefði bara nýleg áttað sig á hversu margir létust í hryðjuverkaárásinni í New York þann 11. september árið 2001 vegna þess að hún var upptekin í námi á þessum tíma. Þau ummæli fóru ekki vel í marga fylgjendur hennar.