Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ákæra á hendur Kevin Spacey felld niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknarar í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum hafa fallið frá rannsókn í máli leikarans Kevin Spacey.

Leikarinn var sakaður um að hafa áreitt 18 ára pilt, Mtichell Garabedian, kynferðislega á bar á eyjunni Nantucket árið 2016. Þegar MeToo-bylgjan fór af stað stigu nokkrir karlmenn fram og sökuðu Spacey um kynferðislega áreitni en þetta var eina málið sem tekið var til rannsóknar í Bandaríkjunum.

Verjendur Spaceys vildu meina að textaskilaboð í síma Garabedians sýndu fram á sakleysi leikarans. Þegar til kastanna kom sagðist Garabedian hafa týnt símanum og neitaði hann að bera vitni fyrir dómi. Það var þá sem saksóknarar ákváðu að fella niður málið.

Þótt Spacey sé laus allra mála í Bandaríkjunum þá rannsaka lögregluyfirvöld í Bretlandi ásakanir á hendur honum þar í landi, einnig vegna kynferðislegrar áreitni.  Þá hefur ferill hans farið hratt niður á við frá því fyrstu ásakanirnar á hendur honum komu fram. Hann var rekinn úr hlutverki sínu úr House of Cards og klipptur út úr kvikmyndinni All the Money in the World.

Í október í fyrra steig leikarinn Anthony Rapp fram og sagði að Spacey hafði áreitt hann kynferðislega árið 1986, þegar hann var aðeins 14 ára. Spacey bað leikarann afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu sökum ölvunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -