Dómari í Utah í Bandaríkjunum hefur neitað að vísa frá máli á hendur konu sem var ákærð fyrir að vera berbrjósta heima hjá sér. Tók hann afstöðu með saksóknurum í málinu, sem sögðu hugtakið „lewdness“, sem þýða má sem dónaskap, sannarlega ná til kvenbrjósta í bandarísku samfélagi.
Konan var heima hjá sér við framkvæmdir í bílskúrnum þegar hún og eiginmaður hennar ákváðu að fara úr að ofan til að forðast að fá óhreinindi á fötin sín. Skömmu síðar komu börn eiginmannsins, níu til þréttan ára, að þeim en við það tækifæri útskýrði konan að hún væri femínisti og að allir ættu að geta gengið um heima hjá sér og annars staðar berir að ofan.
Móðir barnanna tilkynnti atvikið til barnaverndaryfirvalda, sem höfðu önnur mál tengd börnunum til skoðunar.
Að sögn lögreglu var konan undir áhrifum áfengis þegar hún fór úr að ofan. Hún á yfir höfði sér fangelsisdóm og gæti farið á skrá yfir kynferðisbrotamenn í allt að 10 ár. Eiginmaður hennar var ekki ákærður fyrir að vera ber a ofan fyrir framan börnin.