Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann Angjelin Sterkaj fram til 1. október á þessu ári en Angjelin er ákærður fyrir að myrða Armandi Beqirai þann 13. febrúar s.l. fyrir uan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík.
Í kröfu héraðssaksóknara kemur fram ákæruvaldið telji yfirgnæfandi líkur á að Angjelin, sem er erlendur ríkisborgari, reyni að koma sér undan málsókn og fullnustu refsingu sæti hann ekki farbanni. Krafa lögreglustjóra um farbann byggir á rannsóknarhagsmunum og þeirri staðreynd að viðkomandi er erlendur ríkisborgari og þar með teljandi hætta talin á því að hann reyni að komast úr landi áður en aðalmeðferð hefst.
Angjelin játaði á sig morðið við þingfestingu mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. maí og mun aðalmeðferð hefjast þann 13. september. Þrír eru meðákærðir fyrir aðild að morðinu en sjálfur hefur Angjelin sagst hafa verið einn að verki og að hann hafi ekki óskað aðildar meðákærðu. Angjelin mun hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 22. febrúar á þessu ári og afplánaði annan dóm í beinu framhaldi af lokum gæsluvarðhalds til 3. júní. Angjelin losnaði úr fangelsi þann sama dag og er frjáls ferða sinna á Íslandi sem stendur.