Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Akureyri.net fordæmt fyrir viðtal við Aron Einar landsliðsfyrirliða – Facebook-síðan logar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Facebook-síðu Vefmiðilsins Akureyri.net logar allt vegna viðtals við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu. Fjölmiðillinn er af einhverjum fordæmdur fyrir viðtalið en Aron Einar er einmitt uppalinn Akureyringur. Á síðunni hefur fjöldi grófra athugasemda verið fjarlægður þar sem meðal annars var skorað á fólk að refsa fjölmiðlinum með útilokun.

Svo virðist sem Aron Einar, maður sem hefur ekki verið ákærður fyrir eitt né neitt, sé þarna tekinn hart fyrir.

Margir spyrja: Hvað hefur Aron gert? Er þeim þá stundum svarað með skætingi og útúrsnúningi; fullyrðingar um brot hans ganga logandi ljósum og það hversu ósmekklegt það sé að birta viðtal við Aron „á þessum tímapunkti.“

Enginn kemur fram með neinar sannanir um sekt Arons í einu né neinu en orðrómurinn lifir góðu lífi í athugasemdakerfinu.

Kona að nafni Kristín S. Bjarnadóttir skrifar langa athugasemd um „málið“ og talar til Skapta Hallgrímssonar sem er ritstjóri Akureyri.net, og hlýtur Kristín góð viðbrögð:

„Mér er það ljóst að hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða og eflaust mörgum sem líður illa, þó engum eins og þolandanum. Mér er jafnframt ljóst að þau eru mörg sem eru að lesa það sem við skrifum hér og mér er mikið í mun að vanda mig …“.

- Auglýsing -

Kristín vísar til yfirlýsinga Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem opinberlega hefur vakið athygli á aðgerðarleys KSÍ í málefnum leikmanna karlalandsliðsins.

„Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands heitir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Hún ber enga ábyrgð á þessum málum aðra en þá að vera, líkt og barnið í ævintýrinu Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen, nógu ærleg til að benda á það sem þurfti að benda á, á meðan flestir aðrir sem fréttu, hvísluðu bara nöfnum sín á milli og eru að því enn. Þetta snýst ekki um skort á heiðarleika hjá henni eins og þú veltir fyrir þér. Við vitum það flest í dag að ef hún hefði nafngreint, þá stæði hún röngu megin við lögin og gæti fengið á sig kæru fyrir meiðyrði. Það umhugsunarverða er hins vegar að hún vissi líka að hún þyrfti ekki að nafngreina, því þau hjá KSÍ vissu þá þegar, og höfðu vitað um í einhvern tíma, um hvaða menn var að ræða. Ef KSÍ hefði brugðist faglega og af festu við þegar þau urðu uppvís að þessu máli og öðrum málum sem hún reifar, þá hefði Hanna Björg ekki haft neina ástæðu til að skrifa þessa grein“.

Lokaorð hennar eru sláandi.

- Auglýsing -

„Einhver myndi kalla það meðvirkni, ég hef heyrt aðra kalla það samtryggingu. Og á meðan hvorki gerendur né KSÍ axla ábyrgð er áfram níðst á samfélagsmiðlum á persónu þolandans annars vegar, og persónu „sendiboðans“ Hönnu Bjargar hins vegar“.

Nokkuð ljóst virðist vera að hinn svokallaði „Dómstóll götunnar“ sé búinn að rannsaka, rétta og dæma Aron.

Í viðtalinu, sem er sakleysislegt, ræðir Aron um eitt og annað en hann segist fyrir löngu hafa ákveðið að leika eitt sumar með Þór í lokin, þótt það hafi ekki farið hátt, þar til í sumar:

„Mér finnst það skylda mín að skila til baka því sem Þór gerði fyrir mig þegar ég var ungur. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að klára ferilinn þar sem ég byrjaði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -