Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ákveðin list að geta haldið mönnum gangandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjólfur Jónsson bæklunarsérfræðingur hefur verið læknir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tæp 30 ár og fylgir nú liðinu á fyrri hluta HM í Þýskalandi. Hann hefur staðið í ýmsu í gegnum árin þegar eitthvað hefur út af borið.

„Það er náttúrlega ákveðin list að geta haldið mönnum gangandi. Það er ekki hægt að senda þessa menn heim og segja þeim að fara í frí. Það gengi náttúrlega aldrei,“ segir Brynjólfur.

Brynjólfur Jónsson bæklunarsérfræðingur er farinn til Þýskalands á HM og er tilbúinn ef eitthvað kemur upp á. „Það eru tveir leikmenn meiddir en það var tilkynnt daginn áður en við héldum út fyrr í vikunni að Aron Rafn og Guðjón Valur færu ekki með. Þetta er vissulega áfall,“ segir Brynjólfur.

Það hefur ýmislegt komið upp á á þeim tæplega 30 árum sem Brynjólfur hefur verið læknir íslenska karlalandsliðsins í handbolta. „Menn hafa slasað sig og það hefur oft þurft að fara með menn á sjúkrahús. Á einu mótinu var svo mikið að gera að ég gat aldrei borðað kvöldmat með liðinu. Ég hef þurft að taka þátt í ýmsu, bæði lækningum á staðnum og deyfingum og hef haldið mönnum gangandi með aðstoð sjúkraþjálfara en þetta er náttúrlega teymi og sjúkraþjálfarar verða alltaf betri og betri. Ég get ekki bjargað allt of miklu einn. Það var þó til dæmis enginn sjúkraþjálfari með liðinu á Ólympíuleikunum árið 1992 og ég bjargaði þessu öllu sjálfur.“

Brynjólfur segir að alvarlegasta atvikið á hans ferli hafi átt sér stað í Sviss árið 2006 þegar leikmaður steinrotaðist á vellinum. „Við þurftum að koma honum strax á sjúkrahús og hann rankaði ekki við sér fyrr en eftir eina til tvær klukkustundir. Svo hafa verið brjóstkassaáverkar sem hafa ekki litið of vel út sem og tilfærð rifbrot. Það er þó mest um liðbanda-, högg- og sinaáverka. Það er náttúrlega ákveðin list að geta haldið mönnum gangandi. Það er ekki hægt að senda þessa menn heim og segja þeim að fara í frí. Það gengi náttúrlega aldrei.“

Mynd / www.handball19.com

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -