Ákvörðun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hætta skimunum þriðjudaginn 13. júlí og slíta samstarfi við landlæknisembættið hefur hlotið misjafnar undirtektir í samfélaginu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist hafa áhyggjur af því að landamæraskimun sé komin í uppnám.
„Við fylgjumst með á hliðarlínunni og vonum þetta haldi áfram eins og verið hefur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. „Þannig að áhrifin verði sem minnst fyrir okkur og ferðaþjónustuna á Íslandi. Það er mikilvægt að uppbyggingin geti haldið áfram. Það má ekki koma bakslag í hana.“
Segir Bogi að félagið geri ráð fyrir því að það verði tiltölulega lítil framleiðsla hjá Icelandair næstu vikur. „Menn hafa verið að byggja smá saman upp sem er jákvætt. Við höfum verið með fimm til sex brottfarir á dag í byrjun júlímánaðar. Það yrði vont að þurfa skala niður aftur,“ segir hann.
Segir forstjórinn að Icelandair muni fylgjast grannt með þróun mála.