Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Ákvörðun Kára veldur Boga áhyggjum: Það má ekki koma bakslag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákvörðun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hætta skimunum þriðjudaginn 13. júlí og slíta samstarfi við landlæknisembættið hefur hlotið misjafnar undirtektir í samfélaginu. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, segist hafa áhyggjur af því að landa­mæra­skimun sé komin í upp­nám.

„Við fylgjumst með á hliðar­línunni og vonum þetta haldi á­fram eins og verið hefur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. „Þannig að á­hrifin verði sem minnst fyrir okkur og ferða­þjónustuna á Ís­landi. Það er mikilvægt að upp­byggingin geti haldið á­fram. Það má ekki koma bak­slag í hana.“

Segir Bogi að félagið geri ráð fyrir því að það verði til­tölu­lega lítil fram­leiðsla hjá Icelandair næstu vikur. „Menn hafa verið að byggja smá saman upp sem er já­kvætt. Við höfum verið með fimm til sex brott­farir á dag í byrjun júlí­mánaðar. Það yrði vont að þurfa skala niður aftur,“ segir hann.

Segir forstjórinn að Icelandair muni fylgjast grannt með þróun mála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -