Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Albert Guðmundsson káfaði ítrekað á Guðrúnu í borgarstjórn: „Ég hélt nánast um punginn á honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Upp frá því byrjaði hann á þessu andskotans káfi, fór að stunda það að koma aftan að mér og grípa um brjóstin. Ég hélt ég myndi hníga niður af niðurlægingu og skömm,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennalistans, um áreiti sem hún segist hafa þurft að þola frá Alberti Guðmundssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Frásögn Guðrúnar er í ævisögu hennar, Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifar. Áreitið átti sér stað í borgarstjórn Reykjavíkur.

Albert Guðmundsson. Mynd: Alþingi.

Guðrún segist upphaflega hafa viljað trúa því að káf Alberts væri óvart en ekki hreinn og beinn brotavilji.

„Margoft bað ég hann um að hætta. Ákveðið og ítrekað. En hann sætti færi, gekk á eftir mér og settist við hlið mér í matsalnum, grípandi í lærin, rassinn eða brjóstin. Ég reyndi að færa mig undan og oft vék ég úr röðinni vegna hans, en hann kom á eftir mér. Þetta var svo þrúgandi. Hann reyndi heldur ekki að fara leynt með þetta, háttalag hans gaf jafnvel til kynna að það væri eitthvað á milli okkar, sem mér fannst ömurlegt,“ segir Guðrún.

Saga Guðrúnar Jónsdóttur er komin á bók.

Guðrún sagði Alberti að hún myndi ekki láta þetta viðgangast. Albert hafði veitt Guðrúnu dýrmæta leiðsögn í upphafi kjörtímabilsins en sá böggull fylgdi skammrifi að upp frá því taldi hann sig eiga tilkall til hennar. Albert átti hún til að kalla „Berta skerta“ til að fá útrás fyrir gremjuna

„En hann var svo margslunginn náungi. Út á við var hann í hlutverki ríka karlsins sem bjargaði fátæklingum frá hörmungum lífsins. Hann hafði aðgengi að peningum og stakk 100 eða 500 krónum að fátækum hér og þar,“ segir Guðrún.

Hún ræddi málið við samstarfskonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem sagðist aldrei hafa tekið eftir neinu.

- Auglýsing -

„Ég skil það ekki enn, því við gengum nú yfirleitt samhliða og fórum á sama tíma
í mat. Eins hafði ég rætt þetta opinskátt við bakhóp Kvennaframboðsins, borgarstjórnarhópinn sem hittist reglulega á Hótel Vík. Næsta skref hefði
verið að kvarta við borgarstjóra, ef hann hefði verið venjulegur maður. En
það síðasta sem mér datt í hug var að leita verndar hjá Davíð. Það hefði
verið eins og að fara úr öskunni í eldinn …,“ sagði Guðrún.

 

Ástandið var óbærilegt. Guðrún fann að hún var komin út á ystu nöf og varð að grípa til
aðgerða. Hún lét til skarar skríða.

„Ef þú hættir þessu ekki, Albert …“

- Auglýsing -

„Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað til að stoppa karlinn. Einn daginn vorum við á leiðinni upp í matsalinn á Skúlagötu. Karlinn gekk á eftir mér og káfaði enn sem oftar. Settist síðan við hliðina á mér við matarborðið og sat þar með sín feitu læri. Ég ákvað að láta til skarar
skríða. „Ef þú hættir þessu ekki, Albert …“ byrjaði ég. Hann þóttist ekkert vita
hvað ég væri að fara: „Hvað er þetta, Guðrún,“ sagði hann og lét sem hann
væri hissa. Ég lét ekki slá mig út af laginu og hélt áfram: „Þá skal ég gera
svona við þig,“ sagði ég og greip efst í lærið á honum og kleip eins fast og
ég gat. Það var fyrst þá, þar sem ég hélt nánast um punginn á honum,
sem hann gaf sig. „Nú hættir þú þessu káfi,“ sagði ég ákveðið og loksins
lét hann af þessu …,“ segir Guðrún í bókinni, Aldrei verð ég Ungfrú meðfærileg.

Hún afsakar aðferðina við að losna undan karlinum.

„Ég notaði sömu aðferð og hann hafði notað gegn mér. Mér var það þvert um geð. Ég hafði enga lyst á að klípa hann en ég vissi ekki hvernig ég gæti stoppað hann af öðruvísi.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -