Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Aldrei kynnst annarri eins framkomu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í miðbæ Kópavogs saka bæjaryfirvöld um að flýta byggingu háhýsa af annarlegum ástæðum en bæjarstjórinn vísar því á bug.

Vegna samkomubannsins sem nú gildir fá íbúarnir ekki að koma saman til að ráða ráðum sínum vegna fyrirhugaðrar byggingar háhýsa við Fannborg á svokölluðum Traðarreit. Undanþágu þess efnis að halda mætti íbúafund var hafnað af heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfarið fóru íbúarnir fram á við sveitarfélagið að andmælafresturinn sem gildir til 29. apríl næstkomandi yrði lengdur þangað til hægt væri að halda íbúafund. Þeirri beiðni var einnig hafnað.

Benjamín Magnússon arkitekt er lítt hrifinn af vinnubrögðum Kópavogsbæjar og krefst þess að skipulagshugmyndirnar verði dregnar til baka. Sjálfur segist hann hafa fengið tvo og hálfan dag til að koma með athugasemdir vegna hugmyndanna en hann vann að gerð núgildandi skipulags miðbæjarins á sínum tíma.

„Á 52 ára starfsferli mínum hef ég aldrei kynnst annarri eins framkomu, jafnmiklum hroka, yfirlæti og skorti á samráðsvilja. Ég mótmæli harðlega þessum vinnubrögðum. Sem eigandi og hagsmunaaðili og aðalhöfundur að núgildandi skipulagi miðbæjar Kópavogs ætti mér að vera tilkynnt persónulega um svo viðamiklar breytingar á skipulaginu,“ segir Benjamín og bætir því við að augljóst sé að bæjarfulltrúar hafi engan áhuga á mótmælum. Það hafi berlega komið í ljós á fjarfundinum þar sem kynning fór fram.

„Ég uppskar frammíköll og upphrópanir frá nokkrum fulltrúum bæjarins og gafst því upp. Mér ofbýður þéttleiki þessa skipulags, græðgin sem í því felst og skeytingarleysið í garð þeirra sem fyrir eru á svæðinu. Það kann að vera erfitt fyrir marga þeirra að taka þátt í fjarfundum. Furðu vekur ef ekki á að halda almennan opinn borgarafund um þetta stóra mál. Hér er valtað yfir alla hagsmunaaðila og sýnd yfirgengileg græðgi og tillitsleysi. Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvort afgreiða eigi málið í skjóli samkomubanns á tímum Covid-19.“

„Mér ofbýður þéttleiki þessa skipulags, græðgin sem í því felst og skeytingarleysið í garð þeirra sem fyrir eru á svæðinu.“

Benjamín telur framsetningu bæjaryfirvalda villandi og er sannfærður um að margir íbúar muni leita réttar síns. „Ljóst er að byggingar verða í ævarandi skugga af þessum fyrirhuguðu byggingum. Nýtingarhlutfallið er sennilega það mesta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Háhýsi rísa í skjóli veirunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -