Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

ÁTVR seldi vín fyrir 50 milljarða í Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur sala á áfengi aukist til muna hér á landi.
Í tæplega hundrað ára sögu ÁTVR, hefur heildarvelta Vínbúðarinnar aldrei verið jafn mikil og hún var í fyrra, en hún fór yfir 50 milljarða.
Frá þessu er greint í árs- og sam­fé­lags­skýrslu ÁTVR fyr­ir sein­asta ár.

Í formála forstjóra ÁTVR, Ívars J. Arndal, kemur fram að afkoma var langt umfram áætlun, reksturinn óvenjulegur vegna Covid-19, veltuhraðinn verið fáheyrður og mikið álag á starfsfólki. Segir hann jafn framt með ólíkindum að þetta hafi gengið upp.

Sjá einnig: Brjálað að gera í Vínbúðum landsins

Í gegnum dreifingamiðstöð ÁTVR fóru yfir 26 milljónir lítra í fyrra, en magnið jókst um rúmar fjórar milljónir lítra á árinu.
Samkvæmt Ívari var öllum lager Vínbúðarinnar velt á innan við níu dögum að meðaltali yfir árið, en meðalbirgðir í dreifingarmiðstöðinni eru um 600 þúsund lítrar.
Segir hann tölurnar sýna ótvírætt hvað gekk á.

Sjá einnig: Færri leita í meðferð meðan drykkja hefur stóraukist í Covid-faraldrinum

Fram kemur að stærsti dagur síðasta árs hafi verið 30. desember. Þann dag voru viðskiptavinir ÁTVR 43.767 talsins og fór sala dagsins yfir hálfan milljarð króna, en seldir voru 286.189 lítrar.

- Auglýsing -

Þá kemur fram að sala tóbaks hafi einnig aukist á síðasta ári. En tóbak var selt fyrir 12,5 milljarða árið 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -