Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona fótboltakappans og landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, er sögð hafa flutt út af heimili þeirra hjóna og því haldið raunar fram að það hafi hún gert nokkrum vikum áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir helgi. Þessu halda breskir fjölmiðlar fram en Mannlíf galopnaði á mál fótboltamannsins hér á landi.
Á sama tíma og Alexandra er umvafin fjölskyldu sinni á Íslandi segja fjölmiðlar ytra að Gylfi hafi verið fluttur í öruggt skjól á vegum Everton þar sem hans er gætt allan sólarhringinn. Breskir miðlar segja að sést hafi til Alexöndru á gangi með föður sínum hérlendis í fyrrakvöld.
Sjá einnig: Fjölskylda og lögmenn umvefja Gylfa
Allir í sjokki
Enski stuðningsmenn Everton eru sagðir slegnir vegna ásakanana á hendur íslenska landsliðsmanninum og hið sama á við um leikmenn liðsins, liðsfélaga Gylfa. Einn leikmannanna, sem ekki lætur nafn síns getið, tjáði sig um málið ytra: „Allir í klefanum eru í sjokki. Það vona allir hér að þessar ásakanir séu ekki sannar.“
Sjá einnig: Var Gylfi hakkaður?
Hið sama má segja um íslenska stuðningsmenn Everton sem eru slegnir vegna frétta síðastliðna daga. Stuðningsmannaklúbbur félagsins á Íslandi telur yfir 200 félagsmenn og hittast þeir reglulega til þess að horfa á leiki, sem þó hefur minnkað töluvert vegna faraldursins. Eyþór Guðbjartsson er gjaldkeri klúbbsins.
„Menn eru bara í sjokki, ég held að það sé alveg sama hver það er. Auðvitað vona bara allir að þetta sé bara eitthvað „fake“, að einhver sé bara að hrekkja hann. Það er bara leiðinlegt á alla vegu að þetta hafi komið upp enda er maðurinn bara fulltrúi unga fólksins og hann er búinn að vera fyrirmynd fyrir svo marga. Það yrði bara ömurlegt að þetta hafi gerst,“ sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið.
Sjá einnig: Slúðrað um Gylfa á samfélagsmiðlum
Gylfi er grunaður um að hafa brotið gegn ólögráða stúlku í Bretlandi á árinu 2017 og þá hafi Gylfi verið 26 ára gamall. Heimildir Mannlífs herma að Gylfi hafi ekki vitað af aldri stúlkunnar á þessum tíma. Nýlega hafi faðir stúlkunnar komist að samskiptum þeirra og leitað til lögreglu sem hafi framkvæmt húsleit í byrjun júlí á heimili Gylfa í Bretlandi og síðar handtekið hann.
Mannlíf fjallaði fyrst miðla um málið á sunnudag og vísaði í sögusagnir þess efnis að Gylfi væri sá handtekni í Manchester borg á föstudag. Mannlíf hefur einnig greint frá því að eiginkona og nýfætt barn Gylfa hafi flogið heim til Íslands um helgina. Samkvæmt heimildum Mannlífs búa þau nú í Garðabænum í faðmi fjölskyldu Alexöndru, eiginkonu Gylfa. Foreldrar hans munu hinsvegar hafa flogið út til Bretlands á laugardag, um leið og ljóst var að Gylfi hafi verið handtekinn og veita honum nú mikilvægan stuðning ásamt lögmönnum Everton.
Mannlíf heldur áfram að fylgjast með málinu og fjalla um það á næstu dögum.