Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Algjör barnabomba framundan: „Spilaði inn í að manni kannski leiddist pínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Allt bendir til þess að um fimm þúsund börn fæðist hér á landi á árinu. Væri það langmesti fjöldi fæðinga á einu ári frá upphafi Íslandsbyggðar. Aðjúnkt á Félags- og Mannvísindadeild Háskóla Íslands segir ástæðuna sennilega vera kórónufaraldurinn.
Fram kom í sjónvarpsfréttum Rúv í kvöld að miðað við tölur frá fyrstu þremur ársfjórðungum hafa ekki fleiri börn fæðst á einu ári frá því árið 2010 en var sá árgangur óvenju fjölmennur. Nú stefnir nefnilega í það að metið frá 2010 falli og verði það því Covid-börnin sem bæta met hrun-barnanna.

„Á Íslandi og sumum öðrum Norðurlöndum og öðrum löndum í kringum okkur þá erum við að sjá það sem hefur verið kallað baby-boom, þar sem að fólk er að velja að eignast börn akkúrat núna og það liggur beinast við að tengja þetta við Covid-faraldurinn en svo eru aðrir þættir sem gætu líka haft áhrif, við sáum til dæmis nýja fæðingarorlofslöggjöf, þar sem fæðingarorlof fer frá því að vera níu mánuðir upp í tólf,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir, aðjúnkt í samtali við Rúv.

Í fréttinni var rætt við Lilju Sóleyju Hauksdóttur, nýbakaða móður en hún sagði faraldinn hafa haft veruleg áhrif á barneignirnar. „Planið var upphaflega að kaupa hús, gifta sig og fara svo í barneignir, en út af covid þá var ekkert brúðkaup í ár eða í fyrra þannig að við ákváðum að láta bara vaða þá í staðinn, og eignast þetta litla kríli,“ segir hún. „Svo kannski líka spilaði inn í að manni kannski leiddist pínu, ég var alltaf bara heima ein og vantaði smá félagsskap.“

„Í þessu covid-ástandi þá erum við að horfa svolítið inn á við, ekki satt? Við erum inni á heimilunum. Ég meina hundar eru uppseldir á Íslandi ekki satt? Þannig að við erum að hugsa svona, hvað gerum við heima við til að bæta líf okkar og kannski eru barneignir hluti af því,“ sagði Sunna Kristín ennfremur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -