Þjálfari Þýskalands í handbolta, hinn frábæri Alfreð Gíslason, var í viðtali við þýska blaðið Bild þar sem hann ræðir meðal annars um hvernig hann fann ástina á nýjan leik.
Komið hefur fram að Alfreð hefur gengið í gegnum erfiða tíma í tengslum við veikindi og fráfall eiginkonu sinnar, Köru Guðrúnar Melsteð, en hún lést maí árið 2021, eftir baráttu við krabbamein.
Í viðtalinu segir Alfreð frá því hvernig hann fann ástina á nýjan leik í örmum Hrundar Gunnsteinsdóttur:
„Þetta bara gerðist,“ segir Alfreð í viðtalinu; lýsir því hvernig Hrund, sem starfar sem framkvæmdastjóri Festu, hafi haft samband við hann og falast eftir viðtali sem Alfreð veitti Snorra Björnssyni í hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda: „Hrund skrifaði mér og bað um að fá viðtal við mig; ég sagði við að næst þegar ég yrði á Íslandi gæti ég svarað spurningum hennar,“ segir Alfreð og bætir við:
„Ég veitti henni viðtalið og var svo á leið til Akureyrar til að hitta fjölskyldu mína degi eftir það. Ég sagðist myndu koma aftur í vikunni á eftir og sagði að við ættum þá bara að borða saman. Svona byrjaði þetta algjörlega óvænt.“