Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Allir gestir fermingarveislu skimaðir – uppruna COVID-smits á Hlíf leitað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir gestir sem voru í sömu fermingarveislu og kona sem greindist með COVID-19 á Hlíf  hafa verið skimaðir. Um er að ræða smitaðan íbúa í þjónustuíbúðum aldraðra á Ísafirði og beindust grunsemdir sóttvarnaryfirvalda að því að konan hefði smitast í fermingarveislu sem haldin var í bænum. Svo virðist hins vegar ekki vera því allir gestirnir mældust neikvæðir.

Við vitum því miður ekki hvaðan þetta kemur.

Líkt og Mannlíf greindi frá hafa íbúar Hlífar á Vestfjörðum verið skipaðir í sóttkví eftir að Covit-smit greindist meðal íbúanna. Um er að ræða þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Ísafirði. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbirgðisstofnunar Vestjarða, segir greint smit meðal íbúa mikið áhyggjuefni.

Gylfi segir að nú verði sá skimunarhópurinnn stækkaður þar sem uppruni smitsins sé enn óljós. Grunsemdir beindust að fermingarveislunni en þar reyndust allir neikvæðir. „Við erum núna að stækka hópinn eftir að allir sem voru skimaðir í gær reyndust neikvæðir. Uppruninn er ennþá óljós og við búin að skoða ýmsa möguleika. Við vitum því miður ekki hvaðan þetta kemur,“ segir Gylfi.

Á Hlíf eru enn 19 íbúar í sóttkví og aðrir íbúar kvattir til að fara öllu með gát næstu daga. „Það er svo sannarlega mikið áhyggjuefni að upp sé komið smit enda íbúarnir allir eldra fólk,“ sagði Gylfi í samtali við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -