Ekkert lát er á umræðunni um pálmatréin umdeildu á samfélagsmiðlum.
Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík. Hver einn og einasti landsmaður virðast hafa sterka skoðun á pálmatrjánum, sem eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sande, eins og sjá má á samfélagsmiðlum. Ekkert lát er á umræðunni.
„Auðvitað fer ekkert framhjá mér að sumir eru hissa og margir fjúkandi reiðir á netmiðlum. Ég get skilið það að vissu leyti. Ég var sjálfur hissa þegar ég sá tillöguna en sannfærðist fljótlega um að þetta verður frábært verk sem á eftir að verða kennileiti nýrrar Vogabyggðar,“ sagði Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður dómnefndar í samkeppninni um listaverkið, í samtali við Mannlíf í gær þegar hann var spurður út í þessa miklu umræðu sem hefur skapast.
Sjá einnig: Sjá einnig: Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?
Pálmatré í glerhólk er líka ekki mjög fallegt. Fallegar styttur af sögulegum persónum er þeim mun fróðlegra. Athyglisverðar kvenfígúrur ennþá betra. 😀
— Júlíus Blómkvist (@juliusblomkvist) January 31, 2019
Borgin: Við erum að leita leiða til að halda byggingarkostnaði í lágmarki, sértaklega eftir Bragga-málið
Líka borgin: Setjum upp tvö pálmatré í glerhjúp sem mun fyllast af móðu og drepa allt líf þar inni fyrir 140 milljónir
— Bjarni Bragason (@bjarnibr) January 31, 2019
Mega þessi pálmatré ekki bara vera gervi?
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) January 31, 2019
Þeir sem minna meiga sín eru ekki hátt skrifaðir hjá vinstri mönnum í RVK, en það eru pálmatré hinnsvegar.
— Haukur Gunnarsson (@49bordeyri) January 31, 2019
Hvað haldið þið að pálmatrésglerhylkin fái að vera í friði lengi? Smá vísbending: gler getur brotnað. #pálmatré
— Hilmar Thor Bjarnason (@HTBjarnason) January 31, 2019
Hvað kostar að reka þetta á ári hverju og hver borgar þann kostnað, borgin væntanlega? Og hvað á að gera ef það verður spennufall, trén fá ekki hita og deyja? Á þá að flytja inn ný pálmatré til landsins? Verður þetta vaktað með myndavélum til að koma í veg fyrir eignaspjöll?
— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) January 30, 2019
Ef ég segi að þetta pálmatré sé frekar kjánaleg hugmynd… er ég þá slæm og þröngsýn manneskja?
— Sigurjón Njarðarson (@sigurjon15) January 30, 2019
Þó mér finnist pálmatré í glerhjúp ekki vera málið er ekki þar með sagt að ég sé á móti list. Er mikið meðfylgjandi trjám í þéttbýli en þau þurfa þá að vera lífvænleg við íslenskar aðstæður.
— Kristin Sigurgeirs (@KSigurgeirs) January 30, 2019
Algjörlega óháð því hvort pálmatré í glerhjúp séu falleg eða góð hugmynd…datt engum í hug að þetta væri agalegt pólitískt PR svona korteri eftir Braggastráin? Bara enginn sem sagði: „Nehh, kannski er þetta ekki sniðugt rollout akkúrat núna.”
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) January 30, 2019
Fatta ekki alveg hvað það kemur málinu við hvort pálmatré vaxi á Íslandi eða ekki. Listaverkið gengur einmitt út á það að vera með framandi tré í íslenskum aðstæðum. Mjög fyndin og skemmtileg hugmynd.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) January 30, 2019
Andsræður kalla á athygli , pálmatré innan um snjó verður geggjað dæmi 🙂
— Ari Jónsson (@AriJons1) January 30, 2019
Edendraumurinn. Eden í Hveragerði voru útlönd og útópía, bananar og api, pálmatré og hverabrauð. Þá var hvítur sandur við Bláa lónið og Perlan var SúperEden, smámynd af Tropical Reykjavík framtíðar, undir hvelfingu. Þetta gleymdist í Lava, Kalda lopablætinu. Eden lifir!
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) January 30, 2019
Hlakka til að rölta um í þessari Vogabyggð í snjóbyl og líta upp á dautt pálmatré í glerlíkkistu og ímynda mér að ég sé á Tene
— María Björk (@baragrin) January 30, 2019
Ó ég vissi ekki að það vær nóg að spyrja “finnst þér pálmatré flott eða ljót” til að vita hvort fólk sé vinstri eða hægri sinnað
— Tómas Þóroddsson (@tommithorodds) January 30, 2019
Við í Mosó skulum taka þessi pálmatré og tvöfalda upphæðina! Þið fáið dönsku stráin, viljum ekki sjá þau og þennan krumpaða bragga 🌴☀️
— Steindi Jr. (@SteindiJR) January 30, 2019
Ég vil bara fá miklu fleiri pálmatré. Mín vegna mætti bara byggja yfir alla borgina og breyta henni í tropical paradís. Í leiðinni legg ég til að einkabílinn verði bannaður hér innanbæjar og við flytjum inn slatta af þvottabjörnum því þeir eru sætir og skemmtilegir. Mér er alvara
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 30, 2019
allt sem gerist fyrir utan 101 og 107 kemur mér ekki við, þið megið éta pálmatré í hvert mál þarna í óbyggðum
— Björn Leó (@Bjornleo) January 30, 2019