Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, leggur til að allir sem koma hingað til lands fari í tveggja vikna sóttkví. Þórólfur hefur sent minnisblað þess efnis til heilbrigðisráðherra og leggur til að þetta verði í gildi til 15. maí í það minnsta.
Þórólfur greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann greindi frá því að hann hafi sent tvö minnisblöð til ráðherra, annað er snertir afléttingu takmarkana í skólahaldi og íþróttastarfi barna og hitt varðandi ferðamenn sem eru að koma til landsins.
Hann segir auglýsingar ráðherra hvað þessi tvö mál varðar líklegast verða kynnt í dag eða á morgun.