Sævar Marinó Cieslski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. Þar með lýkur áratuga baráttu sakborninga fyrir réttlæti í þekktasta sakamáli Íslands fyrr og síðar.
Fimmmenningarnir voru sakfelldir fyrir að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir Sævar, Kristján, Tryggvi og Guðjón voru dæmdir í 10 til 17 ára fangelsi en Albert hlaut eins árs fangelsisdóm. Þeir voru dæmdir þótt að lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi aldrei fundist og héldu sakborningarnar því fram að játningar þeirra, sem síðar voru drengar tilbaka, hafi verið þvingaðar fram með þvingunum og ofbeldi.
Málið var sérstakt fyrir þær sakir að bæði saksóknari og verjendur fóru fram á sýknu í málinu sem var tekið upp að nýju eftir að endurupptökunefnd úrskurðaði að heimild væri að taka mál þeirra upp að nýju.