Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Allir verða að eiga sinn sokk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólasokkar eru algeng sjón yfir jólahátíðina og fer útfærslum þeirra fjölgandi. Við heimsóttum Kolbrúnu Karlsdóttur hannyrðakonu og fengum að mynda nokkra af þeim jólasokkum sem hún hefur hannað og saumað en óhætt er að segja að Kolbrún vandi vel til verka.

Víða um heim er hefð fyrir jólasokkum sem hengdir eru yfir arin og bíða barna á jóladagsmorgun, fullir af góðgæti í boði jólasveinsins. Margir hengja smærri útfærslur þeirra á jólatréð á meðan aðrir geyma jólakortin í sokknum, flestir nýta jólasokkana þó sem almennt skraut, hvort sem þeir eru hengdir á hurðir eða út í glugga. Jólasokkana má kaupa tilbúna eða föndra sjálfur og skreyta á ýmsa vegu. Kolbrún er ein þeirra sem gefur barnabörnum sínum jólasokka þegar þau hefja búskap en sérhver sokkur er einstakur enda fer Kolbrún ekki eftir uppskriftum þegar kemur að hannyrðum. Kolbrún er sjálflærð í föndurgerð og býr yfir ótal sniðugum lausnum og deilir hér nokkrum með lesendum. Á hverju ári handmálar hún jólakort til styrktar góðgerðarfélaginu Bergmáli, eins og sjá má á heimasíðu félagsins.

„Ég sauma þetta ekki í, heldur er þráðurinn lagður laus yfir og svo saumað yfir með aftursting svo það tolli og þoli þvott. Sömu aðferð nota ég við Jól-merkinguna efst á öllum sokkunum mínum.“ Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
„Hárið á konunni er saumað og bakgrunnurinn er ekki köflóttur heldur handsaumaður. Það var heilmikið mál að mæla út svo allar stjörnurnar yrðu jafnar. Margir héldu að þetta græna hefði verið fast á efninu en þetta er lykkjuspor. Mistilteinninn er laus, hvert einasta blað og svuntan hennar líka.“ Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
„Hér setti ég sogrör inn í kústskaftið því annars verður það svo skakkt. Endann gerði ég úr basti en ekki garni svo þetta sé sem fallegast og eðlilegast. Annaðhvort ertu með snjókarl með alvörukústskaft eða ekki.“ Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
„Þessi sokkur var seinlegastur allra því hver múrsteinn er upphleyptur og hvert einasta snjókorn og pallíetta einnig upphleypt. Bæði kúlan og múrsteinninn eru vatteruð og síðan kappmelluð, svo vel að það sjáist ekki því ef það sést er ekki lengur gaman að því.“ Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -