Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Allir vissu að maðurinn var sekur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurþóra Bergsdóttir, sem missti son sinn sem svipti sig lífi fyrir þremur árum í kjölfar kynferðisofbeldis, segir að allir hafi vitað að gerandinn í málinu hafi verið sekur. Hann hafi hins vegar ekki verið ákærður í því tiltekna máli þar sem óvíst var hvort sönnunargögnin nægðu til sakfellingar. Sigurþóra segir það ömurlega tilhugsun.

Ítarlega er rætt við Sigurþóru í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Bergur Snær Sigurþóruson, svipti sig lífi þegar hann var aðeins 19 ára, í mars árið 2016. Bergur Snær hafði verið beittur kynferðisofbeldi og það sem dró hann til sjálfsvígs var áfallastreituröskun sem hann hlaut í kjölfar þess. Sigurþóra segir að það hafi verið erfitt að átta sig á þeim erfiðu aðstæðum sem Bergur Snær var í á sínum tíma. „Við vorum með ungling sem átti klárlega í erfiðleikum og við höfðum áhyggjur af honum. Hann flosnaði upp úr skóla, var að fikta við að reykja marjúana og svona vesen á honum. Síðan kom í ljós að hann hafði lent í mjög alvarlegu kynferðisofbeldi en það uppgötvaðist eftir að við vorum búin að vera að vandræðast með þetta í einhvern tíma.

Þá fór af stað ótrúlega erfitt ferli þar sem við biðum eftir ákæru á hendur gerandanum en það endaði með því að málið var fellt niður. Við fréttum að það væri búið að leggja fram ákæru á hendur manninum en þær fréttir að mál Bergs Snæs væri ekki á meðal þeirra brota sem ákært var fyrir þurftum við að sækja inn í kerfið eftir miklum krókaleiðum.

Ég hef talað mikið fyrir því að við breytum réttarstöðu þolenda í kynferðisbrotamálum sem er núna í umræðunni. Það er auðvitað algjörlega fáránleg staða fyrir þolendur að vera vitni í máli sem beinist gegn þeim og þeirra eigin líkama. Það er algjörlega galið.

Ef við hefðum vitað af því að það stefndi í þessa niðurstöðu hjá saksóknara hefðum við auðvitað brugðist við því. Það vissu allir og saksóknari meðtalinn að maðurinn var sekur um það sem Bergur Snær kærði hann fyrir. Saksóknari bara valdi þann kostinn að sleppa því að ákæra vegna þess að hann var ekki viss um að hann gæti náð fram sakfellingu í kæru Bergs, eins og í hinum málunum sem þessi sami maður var kærður fyrir. Í þeim málum fékk hann fram játningu og því breyttu fleiri mál ekki neinu um þyngd dómsins. Ég get auðvitað ekkert fullyrt en óneitanlega hvarflaði að okkur að þess vegna hafi saksóknara ekki þótt taka því að taka slaginn í máli Bergs Snæs. Það er ömurleg tilhugsun.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -