Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Alls 16 börn verið greind með E.coli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag E.coli sýkingu hjá fjórum börnum til viðbótar við þau sem áður hafa verið greind. Alls hafa því 16 börn verið greind með sýkinguna.

Þetta kemur fram á heimasíðu Landlæknis. Börnin eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára. Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessum börnum liggja ekki fyrir á þessari stundu. Börnin munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins.

Um þriðjungur starfsmanna í Efstadal voru einnig rannsakaðir í dag og greindist enginn með bakteríuna.

Staðfest hefur verið að uppruni sýkingarinnar megi rekja til ferðaþjónustu á Efstadal 2 á Suðurlandi. Líklegt er að upprunann megi rekja til íss sem þar var framleiddur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -