Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Allt að 160% verðmunur milli matvöruverslana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegur verðmunur er á verðlagi matvöru og í yfir 42 tilfellum af 104 var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði, þar af var munurinn í 14 tilfellum yfir 160%. Í 50 tilfellum var munurinn 40-100%

Þetta sýnir verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru sem gerð var 8. september í 14 verslunum. Könnunin náði bæði til lágvöruverðsverslana og minni verslana, sem margar eru með lengri opnunartíma. Könnunin náði einnig til verslana sem eru staðsettar á landsbyggðinni og eru hluti af stærri keðjum.

10-11 oftast hæst og Bónus oftast lægst

10-11 er með hæsta verðið í lang flestum tilfellum og munar töluvert miklu á verðlagi í 10-11 og þeim verslunum sem næstar koma. 10-11 var með hæsta verðið í 73 tilfellum af 104, Samkaup Strax næst oftast, í 11 tilfellum og Krambúðin í 9 sinnum. 10-11 verslunum hefur fækkað töluvert og eru nú einungis fjórar eftir, þar af þrjár í miðbæ Reykjavíkur.

ASÍ bendir á að mikil hreyfing hefur verið á matvörumarkaði undanfarið þar sem nýjar verslanir hafa komið í staðinn fyrir gamlar en það getur haft áhrif á verðlag.

Þrjár nýjar matvöruverslanir undir nafninu Extra hafa opnað á þessu ári en þær eru staðsettar í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Akureyri. Verð hjá Extra á þeim vörum sem voru í könnuninni er upp og ofan, stundum nokkuð lágt en í öðrum tilfellum tiltölulega hátt. Extra er í eigu Basko sem á einnig 10-11.

- Auglýsing -

Samkaup Strax verslunum hefur fækkað mikið og er einungis ein eftir í Reykjavík en hún er í eigu Samkaupa rétt eins og Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 60 tilfellum af 104, Krónan næst oftast, í 13 tilfellum og loks Fjarðarkaup í 9 tilfellum.

Í verðtöflunni hér að neðan má sjá eina mynd af verði í könnuninni. Með því að fara á vef ASÍ má skoða verð eftir vöruflokkum.

- Auglýsing -
Mynd / asi.is

Iceland lækkar í verði

Iceland hefur fært sig nær lágvöruverðsverslunum í verði en áður, ef verslununum er raðað upp miðað við verðlag á þeim vörum sem voru til skoðunar í þessari könnun. Iceland er til að mynda oft með lægra verð en Hagkaup í þessari könnun en í fyrri könnunum  var það á hinn veginn, það er Iceland oftar með hærra verð.

Krambúðum fjölgar á landsbyggðinni og hækkar matvöruverð

Töluverð umræða hefur verið um matvöruverslanir á landsbyggðinni undanfarið en íbúar sumstaðar hafa verið ósáttir við að Kjörbúðinni hafi verið skipt út fyrir Krambúðina. Verð í síðarnefndu versluninni er mörgum tilfellum töluvert hærra rétt eins og könnunin sýnir. Krambúðirnar eru staðsettar á 21 stað víðsvegar um landið, þar af eru 10 verslanir á höfuðborgarsvæðinu.

Um könnunina

Könnunin var framkvæmd 8. september í eftirtöldum verslunum: Nettó Mjódd, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Garði, Krambúðinni Laugardal, Heimkaup.is, Samkaup Strax, Tíu ellefu Laugavegi, Extra Barónstíg, Kr. Þorlákshöfn, Kjarval Hellu.

Í könnuninni var hilluverð á 104 vöru skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -