- Auglýsing -
Í dag er gert ráð fyrir því að allt að 20 stiga hiti muni gleðja fólk og búfénað og fleiri austanlands; sunnan 8–15 metrum á sekúndu – en sumsstaðar 13–18 metrum á sekúndu norðvestan til.
Líklega verður boðið upp á rigningu eða súld – auðvitað með köflum um Ísland vestanvert; hiti 10 til 15 stig annars staðar á landinu.
Svo verður hægari vindur; bætir í úrkomu um landið vestanvert seint í kvöld; minnkandi úrkoma seint á morgun og annað kvöld.