Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Allt brjálað í bænum: „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það voru sveiflur í skemmtanahaldinu um helgina – en það kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út áðan:

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ en alls voru um hundrað mál skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær og fram til klukkan 5 í morgun; alls gistu 10 manns fangaklefa eftir nóttina.

Þá kemur fram að maður var tekinn höndum í Grafarvogi vegna líkamsárásar; hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í steininum.

Einnig var stöðvuð framleiðsla fíkniefna í Breiðholti; einn einstaklingur handtekinn en sleppt eftir að hafa gefið skýrslu.

Breiðholtið kemur áfram við sögu í frægustu dagbók Íslandssögunnar: Annar maður var einnig handtekinn í Breiðholti vegna hótana og eignaspjalla, sem og vörslu fíkniefna; maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Talsverðar skemmdir urðu vegna eldsvoða, eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu; en eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og hlutust af því talsvert miklar skemmdir.

- Auglýsing -

Maður og kona voru handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla; bæði fengu gistingu í fangaklefum.

Í dagbókinni segir frá að manni verið vísað út af veitingastað í Kópavogi – eftir að hafa verið til vandræða innandyra. Einnig var maður í annarlegu ástandi til vandræða og  handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði og var hann fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið; og í framhaldi var honum sleppt.

Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar.

- Auglýsing -

Einn aðili var handtekinn eftir að hafa verið til mikilla vandræða í miðbænum, og að sögn lögreglu neitaði maðurinn að segja til nafns nafns og reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum við hana. Hlaut hann að launum gistingu í fangaklefa.

Kemur fram að lögregla tók mann höndum í Garðabæ vegna ölvunaraksturs, og umferðaróhapps, og var maðurinn vistaður í fangaklefa.

Þá var annar ökumaður líka handtekinn og vistaður í fangaklefa; eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar lögreglan stöðvaði hann grunaðan fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna.

Afskipti voru höfð af 5 unglingum sem voru að reykja gras; málið var afgreitt með foreldrum og barnavernd.

Og þessa átakamiklu nótt kom lögreglan nokkrum meðborgurum til hjálpar þar sem þeir voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga.

En alls voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -